Verða áfram göngugötur til 1. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 13:09 Laugavegurinn hefur verið göngugata í sumar líkt og árin á undan. Vísir/Vilhelm Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið. Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið.
Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29
Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08
Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09