Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 23:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“ Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52