Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 23:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“ Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent