Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 18:30 Hér má sjá fjölskylduna áður en hún var færð í Covid-próf í dag. Vísir/Baldur Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. Þessi sex manna egypska fjölskylda hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn hafði tekið þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Óttast foreldrarnir að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Verður þeim að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sótti fjölskylduna á Ásbrú og flutti hana til Reykjavíkur þar sem hún var skimuð fyrir Covid. Er það liður í undirbúningi fyrir brottför. Forsætisráðherra sagði í gær að hann væri sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að reglugerðarbreyting komi ekki til greina fyrir fjölskylduna. Fjölskyldumóðirin grátbiður dómsmálaráðherra um að sýna börnunum miskunn. „Ég er að tala til þín, fyrir hönd barna minna, sem fara á götuna ef þetta verður að veruleika. Ekki hunsa okkur,“ segir móðirin Doaa Mohamed Eldeib. Börnin óttast mjög að fara til Egyptalands. „Ég er hrædd um að löggan geri eitthvað við pabba eða mömmu. Ég er mjög hrædd um það,“ segir Rewida Ibrahim Kedr, dóttir hjónanna. „Í Egyptalandi á fólk ekki fyrir mat og hefur ekki hús. Við viljum ekki fara til Egyptalands,“ segir sonur hjónanna Abdalla Ibrahim Khedr. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. Þessi sex manna egypska fjölskylda hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn hafði tekið þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Óttast foreldrarnir að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Verður þeim að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sótti fjölskylduna á Ásbrú og flutti hana til Reykjavíkur þar sem hún var skimuð fyrir Covid. Er það liður í undirbúningi fyrir brottför. Forsætisráðherra sagði í gær að hann væri sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að reglugerðarbreyting komi ekki til greina fyrir fjölskylduna. Fjölskyldumóðirin grátbiður dómsmálaráðherra um að sýna börnunum miskunn. „Ég er að tala til þín, fyrir hönd barna minna, sem fara á götuna ef þetta verður að veruleika. Ekki hunsa okkur,“ segir móðirin Doaa Mohamed Eldeib. Börnin óttast mjög að fara til Egyptalands. „Ég er hrædd um að löggan geri eitthvað við pabba eða mömmu. Ég er mjög hrædd um það,“ segir Rewida Ibrahim Kedr, dóttir hjónanna. „Í Egyptalandi á fólk ekki fyrir mat og hefur ekki hús. Við viljum ekki fara til Egyptalands,“ segir sonur hjónanna Abdalla Ibrahim Khedr.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira