YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 19:39 YouTube hefur kynnt til sögunnar Shorts, sem hefur í raun sömu virknu og TikTok. Getty/Avishek Das/Mateusz Slodkowski Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok. Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok.
Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42