„Ég fann ekki þessa rosalegu tengingu sem allir höfðu talað um“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. september 2020 09:30 Íris Ösp Benediktsdóttir upplifði mikinn kvíða í tengslum við brjóstagjöf eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Vísir/Vilhelm Íris Ösp Benjamínsdóttir upplifði mikla vanlíðan í brjóstagjöfinni eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún segir að það sé mikilvægt að hlúa vel að andlegri líðan á meðgöngu og eftir fæðingu. Íris eignaðist dótturina Eriku Sól þann 16. júní eftir fulla meðgöngu en áður en hún varð móðir hafði Íris ákveðnar hugmyndir um það hvernig brjóstagjöfin yrði. „Eintóm hamingja og þessi „instant“ tenging við barnið sem allir töluðu um.“ Skjálfandi með 40 stiga hita Hún segir að meðgangan hafi verið svona upp og niður. „Fyrstu 20 vikurnar einkenndust af mikilli ógleði og uppköstum, eftir það varð þetta aðeins auðveldara en þá fór að taka meira á andlegu hliðina í staðinn, kvíði fyrir fæðingunni og því sem tæki við eftir hana.“ Fæðingin gekk þó miklu betur en Íris hafði átt von á. „Allt ferlið tók ekki nema um sex klukkustundir frá því að hríðir byrjuðu. Ég byrjaði í baði en ákvað svo að biðja um mænudeyfingu, en þegar upp úr baðinu var komið var orðið of seint að deyfa mig því rembingurinn var byrjaður, klukkutíma síðar var Erika Sól komin í heiminn.“ Brjóstagjöfin fór vel af stað og gekk fínt fyrstu vikurnar og þakkar hún sérstaklega heimaljósmóðurinni sem sinnti þeim fyrstu dagana fyrir það. „Erika Sól tók brjóstinu strax mjög vel. Starfsfólkið á Akranesi hjálpaði mér heilmikið fyrstu tvo dagana og svo heimaljósmóðirin í kjölfarið. Ég varð smá aum fyrstu dagana en slapp alveg við sár. Hins vegar fékk ég nokkrar frekar slæmar brjóstastíflur, eina nóttina vaknaði til dæmis kærastinn minn við það að ég hríðskalf í rúminu og það hætti ekki þó hann væri búin að vefja mér inn í báðar sængurnar okkar, loka glugganum og setja ofninn í botn. Á endanum hringdi hann í heimaljósmóðurina okkar um fimm eða sex um morguninn sem útskýrði fyrir honum hvað var að gerast og hvernig hann ætti að hjálpa mér. Á endanum kom hún til okkar og skoðaði mig því ég fékk alveg 40 stiga hita í kjölfarið og hún hjálpaði mér svo að losa stífluna. Ef ekki væri fyrir hana þá gæti ég ekki ímyndað mér hvernig fyrstu vikurnar hefðu gengið.“ Upplifði sorgartilfinningar við hverja gjöf Brjóstagjöfin var ekki eins og Íris hafði séð fyrir sér, sem var flókið fyrir hana að sætta sig við. „Það stuðaði mig svolítið þegar brjóstagjöfin byrjaði að ég fann ekki þessa rosalegu tengingu sem allir höfðu talað um, það var mjög erfitt. Mér leið bara ekki vel, samt tók Erika brjóstið alveg fullkomlega og drakk mjög vel. Ég upplifði mikla vanlíðan og sorgartilfinningar í hvert skipti og kveið meir og meir fyrir gjöfunum eftir því sem leið á.“ Íris segir að brjóstagjöfin hafi byrjað að hafa mjög neikvæð áhrif á hennar andlegu líðan. „Það sem nagaði mig samt mest var að finna ekki þessa tengingu, það var örugglega það erfiðasta við þetta allt saman. Ég upplifði sjálfa mig sem mistök í móðurhlutverkinu en samt voru allir að segja að þetta gengi svo vel.“ View this post on Instagram Fyrsti göngutúrinn A post shared by I ris (@iris_benjamins) on Jul 2, 2020 at 11:43am PDT Það var þá sem hún fór að hugsa um að hætta allri brjóstagjöf. „Það hafði blundað í mér einhvern tíma en ég þorði aldrei að nefna það við neinn því það var svo fast í mér að konur ættu bara að gefa brjóst og annað væri bara ekki í boði. En þegar Erika var um það bil mánaða þá var ákvörðunin tekin. Ég opnaði mig þá um þetta við kærastann minn sem tók bara vel í þetta og svo fékk ég ráð hjá hjúkrunarfræðing í ungbarnaverndinni í Hafnarfirði um hvernig ég ætti að haga aðlöguninni yfir í þurrmjólk. Það tók svona rúmlega viku að færa Eriku alveg yfir og gekk bara eins og í sögu.“ Ekki ein Hún ákvað í kjölfarið að skrifa um brjóstagjöfina og þessar flóknu tilfinningar á bloggið sitt. „Það var oft sem ég kaus að gefa henni á brjóst þar sem aðrir gátu ekki séð til á meðan gjöfinni stóð, gjafirnar voru erfiðastar þegar ég þurfti að gefa henni fyrir framan annað fólk. Ég upplifði líka ófáum sinnum mörg þunglyndiseinkenni sem drógu mig til baka til þess tíma sem ég barðist við langdregið þunglyndi og mikinn kvíða. Það er ekkert gaman við það að gráta af kvíða við að gefa brjóst í hvert skipti fyrir hverja gjöf og í nánast hvert skipti eftir hverja gjöf. Þegar snjóboltinn var búinn að rúlla niður alla brekkuna og orðinn að stórum tilfinningarússíbana ákvað ég að hætta.“ Hún lýsir því hvernig það var að vera föst í vanlíðan en botna ekkert í því hvers vegna hún fór ekki, enda gekk allt svo rosalega vel. „Mér finnst gott að nota bloggið stundum eins og hálfgerða dagbók, og ég vissi það að fleiri mömmum liði svona og hafa gengið í gegnum þetta áður. Það hefði hjálpað mér þegar mér leið sem verst að vita að ég væri ekki ein.“ Nýtur þess að vera með dótturinni Íris skipti yfir í pelagjöf og hjálpaði það hennar andlegu líðan. „Hún gengur bara eins vel og hægt er býst ég við, mér líður allavega miklu betur og Erika tekur mjög vel í þessar nýju breytingar. Það munar rosalega miklu að kvíða ekki fyrir því að gefa henni að drekka og ég held að hún finni það líka því hún er sjálf miklu rólegri og léttari þegar hún fær að drekka. Svo fær pabbi hennar auðvitað tækifæri á því að taka þátt í gjöfunum sem er yndislegt. Það var smá púsl að ná taktinum með allt pelastússið, þrífa, sjóða, blanda, gefa, þrífa aftur og svo framvegis en núna er þetta bara eins og hvert annað verk sem maður gerir ósjálfrátt án þess að hugsa út í það. Mér líður miklu betur, ég get notið þess að vera með barninu mínu öllum stundum.“ Íris segist njóta móðurhlutverksins betur núna eftir að hún setti andlega líðan í forgang. Vísir/Vilhelm Íris ætlar samt að reyna brjóstagjöfina aftur þegar hún eignast næsta barn. Hún segir að það vanti samt ýmislegt í umræðuna um næringu ungbarna. „Hvað formúlur hafa þróast mikið og innihalda fullt af frábærum næringarefnum sem eru góð fyrir barnið. Brjóstamjólkin er auðvitað alltaf best en formúlan er líka frábær ef hitt gengur ekki upp. Þetta snýst auðvitað um að finna það sem passar best fyrir barn og móður svo öllum líði og dafni sem best.“ Hún segir að hlutverkið sé það besta í heimi og að hún hafi fullorðnast mikið á stuttum tíma. Að hennar mati þarf að huga vel að andlegri líðan kvenna á þessu krefjandi tímabili í lífinu. Konur eigi alls ekki að hika við að leita eftir aðstoð og ræða líðan sína við ljósmóður eða hjúkrunarfræðing. „Allar mæður eiga rétt á sálfræðihjálp í gegnum heilsugæsluna sína á meðan meðgöngu stendur og eftir fæðingu barns að kostnaðarlausu.“ Börn og uppeldi Frjósemi Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Íris Ösp Benjamínsdóttir upplifði mikla vanlíðan í brjóstagjöfinni eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún segir að það sé mikilvægt að hlúa vel að andlegri líðan á meðgöngu og eftir fæðingu. Íris eignaðist dótturina Eriku Sól þann 16. júní eftir fulla meðgöngu en áður en hún varð móðir hafði Íris ákveðnar hugmyndir um það hvernig brjóstagjöfin yrði. „Eintóm hamingja og þessi „instant“ tenging við barnið sem allir töluðu um.“ Skjálfandi með 40 stiga hita Hún segir að meðgangan hafi verið svona upp og niður. „Fyrstu 20 vikurnar einkenndust af mikilli ógleði og uppköstum, eftir það varð þetta aðeins auðveldara en þá fór að taka meira á andlegu hliðina í staðinn, kvíði fyrir fæðingunni og því sem tæki við eftir hana.“ Fæðingin gekk þó miklu betur en Íris hafði átt von á. „Allt ferlið tók ekki nema um sex klukkustundir frá því að hríðir byrjuðu. Ég byrjaði í baði en ákvað svo að biðja um mænudeyfingu, en þegar upp úr baðinu var komið var orðið of seint að deyfa mig því rembingurinn var byrjaður, klukkutíma síðar var Erika Sól komin í heiminn.“ Brjóstagjöfin fór vel af stað og gekk fínt fyrstu vikurnar og þakkar hún sérstaklega heimaljósmóðurinni sem sinnti þeim fyrstu dagana fyrir það. „Erika Sól tók brjóstinu strax mjög vel. Starfsfólkið á Akranesi hjálpaði mér heilmikið fyrstu tvo dagana og svo heimaljósmóðirin í kjölfarið. Ég varð smá aum fyrstu dagana en slapp alveg við sár. Hins vegar fékk ég nokkrar frekar slæmar brjóstastíflur, eina nóttina vaknaði til dæmis kærastinn minn við það að ég hríðskalf í rúminu og það hætti ekki þó hann væri búin að vefja mér inn í báðar sængurnar okkar, loka glugganum og setja ofninn í botn. Á endanum hringdi hann í heimaljósmóðurina okkar um fimm eða sex um morguninn sem útskýrði fyrir honum hvað var að gerast og hvernig hann ætti að hjálpa mér. Á endanum kom hún til okkar og skoðaði mig því ég fékk alveg 40 stiga hita í kjölfarið og hún hjálpaði mér svo að losa stífluna. Ef ekki væri fyrir hana þá gæti ég ekki ímyndað mér hvernig fyrstu vikurnar hefðu gengið.“ Upplifði sorgartilfinningar við hverja gjöf Brjóstagjöfin var ekki eins og Íris hafði séð fyrir sér, sem var flókið fyrir hana að sætta sig við. „Það stuðaði mig svolítið þegar brjóstagjöfin byrjaði að ég fann ekki þessa rosalegu tengingu sem allir höfðu talað um, það var mjög erfitt. Mér leið bara ekki vel, samt tók Erika brjóstið alveg fullkomlega og drakk mjög vel. Ég upplifði mikla vanlíðan og sorgartilfinningar í hvert skipti og kveið meir og meir fyrir gjöfunum eftir því sem leið á.“ Íris segir að brjóstagjöfin hafi byrjað að hafa mjög neikvæð áhrif á hennar andlegu líðan. „Það sem nagaði mig samt mest var að finna ekki þessa tengingu, það var örugglega það erfiðasta við þetta allt saman. Ég upplifði sjálfa mig sem mistök í móðurhlutverkinu en samt voru allir að segja að þetta gengi svo vel.“ View this post on Instagram Fyrsti göngutúrinn A post shared by I ris (@iris_benjamins) on Jul 2, 2020 at 11:43am PDT Það var þá sem hún fór að hugsa um að hætta allri brjóstagjöf. „Það hafði blundað í mér einhvern tíma en ég þorði aldrei að nefna það við neinn því það var svo fast í mér að konur ættu bara að gefa brjóst og annað væri bara ekki í boði. En þegar Erika var um það bil mánaða þá var ákvörðunin tekin. Ég opnaði mig þá um þetta við kærastann minn sem tók bara vel í þetta og svo fékk ég ráð hjá hjúkrunarfræðing í ungbarnaverndinni í Hafnarfirði um hvernig ég ætti að haga aðlöguninni yfir í þurrmjólk. Það tók svona rúmlega viku að færa Eriku alveg yfir og gekk bara eins og í sögu.“ Ekki ein Hún ákvað í kjölfarið að skrifa um brjóstagjöfina og þessar flóknu tilfinningar á bloggið sitt. „Það var oft sem ég kaus að gefa henni á brjóst þar sem aðrir gátu ekki séð til á meðan gjöfinni stóð, gjafirnar voru erfiðastar þegar ég þurfti að gefa henni fyrir framan annað fólk. Ég upplifði líka ófáum sinnum mörg þunglyndiseinkenni sem drógu mig til baka til þess tíma sem ég barðist við langdregið þunglyndi og mikinn kvíða. Það er ekkert gaman við það að gráta af kvíða við að gefa brjóst í hvert skipti fyrir hverja gjöf og í nánast hvert skipti eftir hverja gjöf. Þegar snjóboltinn var búinn að rúlla niður alla brekkuna og orðinn að stórum tilfinningarússíbana ákvað ég að hætta.“ Hún lýsir því hvernig það var að vera föst í vanlíðan en botna ekkert í því hvers vegna hún fór ekki, enda gekk allt svo rosalega vel. „Mér finnst gott að nota bloggið stundum eins og hálfgerða dagbók, og ég vissi það að fleiri mömmum liði svona og hafa gengið í gegnum þetta áður. Það hefði hjálpað mér þegar mér leið sem verst að vita að ég væri ekki ein.“ Nýtur þess að vera með dótturinni Íris skipti yfir í pelagjöf og hjálpaði það hennar andlegu líðan. „Hún gengur bara eins vel og hægt er býst ég við, mér líður allavega miklu betur og Erika tekur mjög vel í þessar nýju breytingar. Það munar rosalega miklu að kvíða ekki fyrir því að gefa henni að drekka og ég held að hún finni það líka því hún er sjálf miklu rólegri og léttari þegar hún fær að drekka. Svo fær pabbi hennar auðvitað tækifæri á því að taka þátt í gjöfunum sem er yndislegt. Það var smá púsl að ná taktinum með allt pelastússið, þrífa, sjóða, blanda, gefa, þrífa aftur og svo framvegis en núna er þetta bara eins og hvert annað verk sem maður gerir ósjálfrátt án þess að hugsa út í það. Mér líður miklu betur, ég get notið þess að vera með barninu mínu öllum stundum.“ Íris segist njóta móðurhlutverksins betur núna eftir að hún setti andlega líðan í forgang. Vísir/Vilhelm Íris ætlar samt að reyna brjóstagjöfina aftur þegar hún eignast næsta barn. Hún segir að það vanti samt ýmislegt í umræðuna um næringu ungbarna. „Hvað formúlur hafa þróast mikið og innihalda fullt af frábærum næringarefnum sem eru góð fyrir barnið. Brjóstamjólkin er auðvitað alltaf best en formúlan er líka frábær ef hitt gengur ekki upp. Þetta snýst auðvitað um að finna það sem passar best fyrir barn og móður svo öllum líði og dafni sem best.“ Hún segir að hlutverkið sé það besta í heimi og að hún hafi fullorðnast mikið á stuttum tíma. Að hennar mati þarf að huga vel að andlegri líðan kvenna á þessu krefjandi tímabili í lífinu. Konur eigi alls ekki að hika við að leita eftir aðstoð og ræða líðan sína við ljósmóður eða hjúkrunarfræðing. „Allar mæður eiga rétt á sálfræðihjálp í gegnum heilsugæsluna sína á meðan meðgöngu stendur og eftir fæðingu barns að kostnaðarlausu.“
Börn og uppeldi Frjósemi Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33
„Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11
„Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30