Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2020 11:10 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Mark Schiefelbein Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. Kommúnistaflokkurinn gaf í gær út viðmiðunarreglur um það hvernig einkafyrirtæki eigi að snúa sér varðandi pólitík. Tilefni útgáfunnar var, samkvæmt frétt Reuters, ytri ógnanir gegn Kína, eins og deilur ríkisins við Bandaríkin, og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Þar að auki voru viðmiðunarreglurnar gefnar út vegna áhættu af fjölbreyttari gildum og áhugasviðum frumkvöðla. Viðmiðunarreglurnar voru birtar af Xinhua fréttaveitunni, sem er í eigu ríkisins. Þar segir að forsvarsmenn einkafyrirtækja verði að haga sér í takt við Kommúnistaflokksins, stefnu hans og reglur. Einkafyrirtæki eru einnig hvött til að taka þátt í áherslum ríkisins, eins og viðskiptaverkefninu opinbera, Belti og braut. Ríkið myndi bæta viðskiptaumhverfi einkafyrirtækja. Í frétt Bloomberg segir að Kommúnistaflokkurinn hafi reynt að herða tak sitt á hagkerfi Kína. Um 60 prósent vergrar landsframleiðslu Kína má rekja til einkafyrirtækja og um 80 prósent vinnandi fólks í þéttbýlum vinna hjá einkafyrirtækjum. Þessi fyrirtæki hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Bæði vegna breyttra áherslna ríkisins í Kína og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og viðskiptadeilna Kína og Bandaríkjanna. Óljósar línur á milli einkafyrirtækja og hins opinbera í Kína er eitt af grundvallaratriðum í deilum Kína og Bandaríkjanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar sjá fyrirtæki eins og Huawei sem tól hins opinbera og þar með Kommúnistaflokks Kína. Kína Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. Kommúnistaflokkurinn gaf í gær út viðmiðunarreglur um það hvernig einkafyrirtæki eigi að snúa sér varðandi pólitík. Tilefni útgáfunnar var, samkvæmt frétt Reuters, ytri ógnanir gegn Kína, eins og deilur ríkisins við Bandaríkin, og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Þar að auki voru viðmiðunarreglurnar gefnar út vegna áhættu af fjölbreyttari gildum og áhugasviðum frumkvöðla. Viðmiðunarreglurnar voru birtar af Xinhua fréttaveitunni, sem er í eigu ríkisins. Þar segir að forsvarsmenn einkafyrirtækja verði að haga sér í takt við Kommúnistaflokksins, stefnu hans og reglur. Einkafyrirtæki eru einnig hvött til að taka þátt í áherslum ríkisins, eins og viðskiptaverkefninu opinbera, Belti og braut. Ríkið myndi bæta viðskiptaumhverfi einkafyrirtækja. Í frétt Bloomberg segir að Kommúnistaflokkurinn hafi reynt að herða tak sitt á hagkerfi Kína. Um 60 prósent vergrar landsframleiðslu Kína má rekja til einkafyrirtækja og um 80 prósent vinnandi fólks í þéttbýlum vinna hjá einkafyrirtækjum. Þessi fyrirtæki hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Bæði vegna breyttra áherslna ríkisins í Kína og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og viðskiptadeilna Kína og Bandaríkjanna. Óljósar línur á milli einkafyrirtækja og hins opinbera í Kína er eitt af grundvallaratriðum í deilum Kína og Bandaríkjanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar sjá fyrirtæki eins og Huawei sem tól hins opinbera og þar með Kommúnistaflokks Kína.
Kína Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira