Þórdís Kolbrún, ég vil sjá orkustefnu fyrir Ísland Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. september 2020 08:00 Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun