Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 17:41 Magnús Norðdahl er lögmaður Khedr-fjölskyldunnar. Vísir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Börnin fjögur, sem áttu að vera flutt úr landi í morgun, höfðu ekkert með það að gera að málsmeðferð hafi tafist og eigi ekki að líða fyrir það. Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér í rúmlega tvö ár. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi í morgun en þegar stoðdeild ríkislögreglustjóra mætti til þess að sækja fjölskylduna var hún hvergi sjáanleg. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar. Málið hefur vakið hörð viðbrögð, meðal annars vegna þess hversu lengi fjölskyldan hefur dvalið hér og hefur forsætisráðherra meðal annars lýst þeirri skoðun sinni að henni þyki ómannúðlegt að halda fólki hér í óvissu jafn lengi og hefur gerst í tilviki fjölskyldunnar. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu í morgun og sagðist aðeins hafa haft tvær vikur til þess að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum í janúar síðastliðnum. Beiðni þess efnis hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út. Magnús gefur lítið fyrir útskýringar stoðdeildar ríkislögreglustjóra og segir frávísunarúrskurðinn hafa verið framkvæmdarhæfan í 48 daga þar sem vegabréf allra fjölskyldumeðlima voru gild. Þá séu dæmi um að stoðdeild hafi gert tilraun til þess að flytja hælisleitendur úr landi á meðan beðið er svars varðandi frestun réttaráhrifa. Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og stoðdeild ríkislögreglustjóra myndi jafnframt heildstætt kerfi. „Að mínum dómi höfðu stjórnvöld 48 daga til að undirbúa og framkvæma umrædda frávísun. Í versta falli væru það 20 dagar frá 8. janúar og fram til 28. janúar sem eru næstum þrjár vikur. Það er því bagalegt að fyrirsvarsmenn Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra hafi stigið fram og kennt fjölskyldunni sjálfri alfarið um þær tafir sem hafa orðið á málinu,“ segir Magnús. Hann ítrekar þó að börnin eigi ekki að líða fyrir þær tafir sem hafa orðið á málinu. „Óháð þessari umræðu um, hver hafi tafið málið og hversu langan tíma stjórnvöld höfðu til að framkvæma frávísun á gildistíma vegabréfa, þá er aðalatriðið að börnin fjögur höfðu ekkert með þetta að gera en héldu eftir áður áfram að aðlagast meðan tíminn leið. Stjórnvöldum ber á grundvelli barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og 76. gr. stjórnarskrárinnar að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Það er augljóslega andsætt hagsmunum þeirra í kjölfar rúmlega tveggja ára aðlögunar að vera rifin upp með rótum og vísað úr landi." Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. 8. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Börnin fjögur, sem áttu að vera flutt úr landi í morgun, höfðu ekkert með það að gera að málsmeðferð hafi tafist og eigi ekki að líða fyrir það. Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér í rúmlega tvö ár. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi í morgun en þegar stoðdeild ríkislögreglustjóra mætti til þess að sækja fjölskylduna var hún hvergi sjáanleg. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar. Málið hefur vakið hörð viðbrögð, meðal annars vegna þess hversu lengi fjölskyldan hefur dvalið hér og hefur forsætisráðherra meðal annars lýst þeirri skoðun sinni að henni þyki ómannúðlegt að halda fólki hér í óvissu jafn lengi og hefur gerst í tilviki fjölskyldunnar. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu í morgun og sagðist aðeins hafa haft tvær vikur til þess að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum í janúar síðastliðnum. Beiðni þess efnis hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út. Magnús gefur lítið fyrir útskýringar stoðdeildar ríkislögreglustjóra og segir frávísunarúrskurðinn hafa verið framkvæmdarhæfan í 48 daga þar sem vegabréf allra fjölskyldumeðlima voru gild. Þá séu dæmi um að stoðdeild hafi gert tilraun til þess að flytja hælisleitendur úr landi á meðan beðið er svars varðandi frestun réttaráhrifa. Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og stoðdeild ríkislögreglustjóra myndi jafnframt heildstætt kerfi. „Að mínum dómi höfðu stjórnvöld 48 daga til að undirbúa og framkvæma umrædda frávísun. Í versta falli væru það 20 dagar frá 8. janúar og fram til 28. janúar sem eru næstum þrjár vikur. Það er því bagalegt að fyrirsvarsmenn Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra hafi stigið fram og kennt fjölskyldunni sjálfri alfarið um þær tafir sem hafa orðið á málinu,“ segir Magnús. Hann ítrekar þó að börnin eigi ekki að líða fyrir þær tafir sem hafa orðið á málinu. „Óháð þessari umræðu um, hver hafi tafið málið og hversu langan tíma stjórnvöld höfðu til að framkvæma frávísun á gildistíma vegabréfa, þá er aðalatriðið að börnin fjögur höfðu ekkert með þetta að gera en héldu eftir áður áfram að aðlagast meðan tíminn leið. Stjórnvöldum ber á grundvelli barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og 76. gr. stjórnarskrárinnar að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Það er augljóslega andsætt hagsmunum þeirra í kjölfar rúmlega tveggja ára aðlögunar að vera rifin upp með rótum og vísað úr landi."
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. 8. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30
Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. 8. febrúar 2020 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent