Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 17:55 Guðni Valur virðist kunna betur við sig í rigningu og roki heldur en blíðskaparveðri eins og er hér. Vísir/FRÍ Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira