Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2020 19:30 Ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands kom fram í fyrsta skipti í dag og spilaði þá á þrennum tónleikum fyrir grunnskólabörn í Árnessýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með. Ölfus Menning Tónlist Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með.
Ölfus Menning Tónlist Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira