Styttist í opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2020 21:54 Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn milli Dýrafjarðarganga og Dýrafjarðarbrúar fyrr í mánuðinum. Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35