Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2020 09:00 Slökkviliðsmaður glímir við Creek-eldinn í Madera-sýslu í Kaliforníu 7. september. Þúsundir slökkviliðsmanna eru úrvinda úr þreytu eftir að hafa barist við eldana um margra vikna skeið. AP/Noah Berger Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri gjörðir og ákvarðanir manna hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. Gróðureldarnir sem hafa geisað stjórnlaust í Kaliforníu og Oregon eru sögulegir og mannskæðir. Að minnsta kosti 36 manns hafa farist í eldunum til þessa. Svæðið sem hefur brunnið í Kaliforníu er það stærsta sem sögur fara af, um 13.700 ferkílómetrar, stærra en í eldunum miklu sem ollu hörmungum árið 2018. Í nágrannaríkinu Oregon hafa hundruð íbúðarhúsa orðið eldunum að bráð og rúmlega 4.000 ferkílómetrar gróðurlendis brunnið. „Ég hef ekkert sem er sambærilegt við núverandi atburði þar sem það eru fleiri en sjö eldar sem eru stærri en 400 ferkílómetrar sem brenna allir í norðvestrinu, aðallega Oregon, ásamt óteljandi stórum eldum í Kaliforníu sem hafa sprungið út,“ segir John Abatzoglou, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, við Washington Post. Í Oregon gerðist það í fyrsta skipti í sögunni að fimm svokallaðir risaeldar, eldar sem náð yfir meira en 400 ferkílómetra, brunnu á sama tíma í ríkinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa allir tengt eldana í ríkjunum við loftslagsbreytingar af völdum manna. „Þetta eru loftslagseldar,“ segir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington. Eyðileggingin er alger í bænum Talent í Oregon eftir að Almeda-eldurinn fór þar í gegn.AP/Noah Berger Loftslagsbreytingar gera eldana verri Vísindamenn hafa nú um áratugaskeið varað við því hnattræn hlýnun af völdum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi, ætti eftir að þýða skæðari hitabylgjur, verri þurrka og umfangsmeiri gróðurelda. Sumrin í Kaliforníu eru nú um 1,4°C hlýrri en þau voru á 8. áratug síðustu aldar. Hlýnunin gæti orðið hátt í tvöfalt meiri fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun. Síðsumarseldarnir í ár kviknuðu í eldingaveðri í ágúst í kjölfar mikillar hitabylgju í Kaliforníu miðri og norðanverðri. Hitamet voru slegin um allt ríkið, þar á meðal í Los Angeles þar sem hitinn fór yfir 49°C fyrstu vikuna í september. Hundruð elda kviknuðu í glæringunum en til að bæta gráu ofan á svart byrjuðu árstíðarbundnir staðvindar að blása óvenjusnemma og kyntu þeir enn undir bálið þremur vikum eftir að það kviknaði fyrst. Undan sterkum vindinum breiddust eldarnir út á ógnarhraða sem gaf íbúum lítinn tíma til að flýja heimili síni. „Það sem við sjáum í Kaliforníu er á meðal þeirra atburða sem við getum sagt klárlega að tengist loftslagsbreytingum, að loftslagsbreytingar hafi gert þá klárlega verri,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við umhverfishugveituna Breakthrough Institute, við Los Angeles Times. Noah Diffenbaugh, loftslagsvísindamaður við Stanford-háskóla í Kaliforníu, tekur í svipaðan streng og bendir á að líkurnar á sterkum hitabylgjum hafi tvöfaldast og jafnvel þrefaldast í Kaliforníu og víðar í vestanverðum Bandaríkjunum vegna loftslagsbreytinga. Washington Post segir að rannsókn sem birt var í ágúst bendi til þess að haustdagar með mikilli gróðureldhættu séu nú tvöfalt fleiri en á 9. áratugnum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun PBS-sjónvarpsstöðvarinnar um hvernig loftslagsbreytingar gera gróðurelda verri frá árinu 2018 þegar miklir eldar geisuðu einnig í Kaliforníu. Hitinn og þurrkarnir sökudólgarnir Umfang eldanna nú er afleiðing hita og þurrka. Jarðvegur og gróður er skraufþurr og lítinn neista þarf til að kveikja mikið bál. Vítahringur verður til þegar hitinn þurrkar upp landið. Orka í loftinu sem hefði annars farið í uppgufun raka magnar nú hitabylgjurnar enn frekar upp. Sumir sérfræðingar telja að þetta skýri hversu hratt eldarnir fari yfir og slökkviliðsmenn hafi aldrei séð aðra eins hegðun á gróðureldum. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri hjá Skógræktinni, sem lærði skógarfræði á skógareldasvæðum í Kanada segir að eldar brenni nú jafnvel í vestanverðum Oregon og Washington í hafrænu loftslagi þar sem lítil saga er um skógar- og gróðurelda. „Þetta eru nýjar aðstæður sem eru komnar upp þarna sem örugglega tengjast hlýnun andrúmslofts og hnattrænum loftslagsbreytingum,“ segir hann við Vísi. Hitinn og þurrkarnir þýðir að þegar eldur kviknar berst hann fljótt í krónur trjánna. „Þetta er ekki eins og við þekkjum sinuelda hjá okkur að þetta sé bara rétt ofan við yfirborð jarðvegs. Ef þetta nær að kvikna í öðrum eldsmat, dauðum greinum, dauðum trjám, ég tala ekki um ef þau eru skraufþurr, þá verður þetta mjög fljótt óviðráðanlegt,“ segir Aðalsteinn. Vegfarandi á gangi við Willamette-brúna í miðborg Portland í Oregon. Loftgæði þar voru verulega skert vegna reyks frá gróðureldunum í vikunni.AP/Don Ryan Trump einblínir á eina hlið vandans Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þráast við að viðurkenna að hnattræn hlýnun af völdum manna eigi þátt í gróðureldum. Þess í stað hefur hann kennt slæmri umhirðu um skóga í Kaliforníu og víðar um og stungið upp á því að lausnin sé að „raka“ skógarbotninn. Þegar forsetinn heimsótti Kaliforníu fyrr í vikunni þrætti hann enn fyrir að loftslagsbreytingar hefðu nokkuð með eldana að gera. „Ég held að vísindin viti það ekki,“ hélt forsetinn rakalaust fram þegar embættismenn Kaliforníuríkis ræddu um tengsl hlýnunar af völdum manna við eldana. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, sakaði hann í kjölfarið um að vera „loftslagsbrennuvarg“. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi rangt fyrir sér um að hlutur manngerðrar hlýnunar í eldum sem þessum liggi á huldu er lök umhirða um skóg- og gróðurlendi einn af þeim þáttum sem hafa skapað aðstæður fyrir hamfarirnar. Aðalsteinn segir að Trump segi aðeins ein hlið á sögunni með því að einblína á umhirðu skóga. Forsetinn hafi það til síns máls að mikill eldsmatur sé á svæðunum og skógar illa hirtir. „Svo bætist ofan á þessir gríðarlegu þurrkar og hiti sem hefur verið að undanförnu sem hleypir öllu í bál,“ segir hann. Dauð tré úr þurrki og sjúkdómum hafa verið látin liggja þar sem þau þorna upp og verða eldsneyti fyrir elda. Creek-eldurinn í Madera-sýslu í Kaliforníu breiddist yfir rúmlega 400 ferkílómetra á einum degi fyrstu helgina í september þegar hann komst í dauð tré í Sierra Nevada-fjöllum sem drápust í þurrki sem stóð frá 2011 til 2017. Dora Negrete og sonur hennar Hector Rocha syrgja saman heimili sitt sem varð eldinum í Talent í Oregon að bráð. Um 4.000 manns hafast enn við í bráðabirgðatjöldum í ríkinu og í Kaliforníu komast 38.000 manns enn ekki til síns heima.AP/Paula Bronstein Byggt inn í skóg og eldsmatur safnast upp Frekari eldsmatur safnast einnig fyrir vegna stefnu manna um að slökkva elda um leið og þeir kvikna. „Um aldaskeið brenndu frumbyggjar Norður-Ameríku hluta skógarins og það þynnti út eldfiman gróður og gerði skóginn gisinn. Áherslan hefur aftur á móti verið á að slökkva alla elda og með loftslagsbreytingum hefur þetta nú skapað púðurtunnu gróðurs,“ segir Stefan Doerr, sérfræðingur í gróðureldum við Háskólann í Swansea, við breska ríkisútvarpið BBC. Yfirvöld eru meðvituð um vandann og hefur bandaríska skógarþjónustan kveikt elda til að grisja skóga undanfarin ár. Það hefur þó ekki verið gert í nægilega miklum mæli til að koma í veg fyrir hörmungar eins og þær sem nú herja á vestanverð Bandaríkin. Gagnrýni Trump á ríkisyfirvöld á vesturströndinni vegna skógarumhirðu stendur á veikum grunni. Stærstur hluti skóglendis í Kaliforníu og Oregon er í eigu alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir. Kaliforníuríki á aðeins um 3% skóglendis þar, alríkisstjórnin 58% og einkaaðilar og hópar frumbyggja afganginn. Í Washington á alríkisstjórnin 43% skóganna en ríkisstjórnin um 12%. Útþensla úthverfa og sumarhúsabyggðar inn í skóglendi undanfarin ár hefur ekki aðeins torveldað yfirvöldum að kveikja fyrirbyggjandi elda heldur einnig aukið eldhættuna sjálfa og líkurnar á mann- og eignatjóni. „Þegar þú ert með margt fólk á litlu svæði í mikilli nánd og þú ert með hús, hlöður, skýli, réttir og girðingar er mjög erfitt að kveikja stýrða elda. Þarna eru margir hlutir, ef eldur fer af einhverri ástæðu úr böndunum ertu næstum strax kominn í eignir einhvers,“ segir Jim Gersbach, talsmaður skógarstofnunar Oregon, við AP-fréttastofuna. Aðalsteinn segir að þannig hafi eldsmatur safnast upp og eldur breiðst út hratt í úthverfum sem voru ekki fyrir hendi áður fyrr. Að hluta til rekur hann hirðuleysið til togstreitu á milli þeirra sem vilja vernda skóga annars vegar og þeirra sem vilja nýta þá hins vegar. „Það hafa staðið deilur um þetta áratugum saman hvort það þurfi ekki aðeins að draga úr eldsmatnum í þessum skógi með því að nýta þá, grisja þá eða fjarlægja eitthvað af dauðu timbri. Þarna togast á afstaða þeirra sem vilja vernda skógana eins og þeir eru gegn þeim sem vilja nýta þá og einhvers staðar inn á milli eru þeir sem sjá aðdragandann að svona uppákomu eins og er núna,“ segir hann. Reykur frá gróðureldunum á vesturströnd Bandaríkjanna hefur valdið mistri yfir austurströndinni. Það litaði sólarupprásina gulrauða á Long Beach-eyju í New Jersey á þriðjudag.AP/Elizabeth Laird Ástandið á enn eftir að versna Eldarnir hafa ekki aðeins valdið beinu mann- og eignatjóni heldur hefur reykur og sót frá þeim spillt loftgæðum íbúa í ríkjunum og víðar. Borgir eins og Portland í Oregon hafa búið við lökustu loftgæði í heiminum á meðan reykjarmökkurinn var sem svæsnastur. Tengsl svifryksmengunar við heilsukvilla í mönnum, þar á meðal öndunarfæra- og hjarta- og æðasjúkdóma hafa orðið ljósari á undanförnum árum. Þá eiga eldarnir þátt í herða enn á þeim hnattrænu breytingum sem nú eiga sér stað vegna athafna manna. Áætlað er að um níutíu milljónir tonna af koltvísýringi hafi losnað frá eldunum í Kaliforníu einum saman. Það er þrjátíu milljónum tonnum meira en losnaði frá allri raforkuframleiðslu í ríkinu og sambærilegt við árslosun landa eins og Síle og Grikklands árið 2018. Þessi viðbótargusa gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúpinn mun aðeins auka líkurnar á að slíkir eldar endurtaki sig í framtíðinni og verði jafnvel enn verri en nú. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, segir þannig tal um að fordæmalausir gróðureldarnir nú séu á einhvern hátt „nýja normið“ vanmeti hversu alvarlegar framtíðarhorfurnar eru. „„Nýja normið“ lætur það hljóma eins og við séum komin á nýjan stað þar sem við verðum áfram. Ef við höldum áfram að brenna jarðefnaeldsneyti og setjum kolefnismengun út í andrúmsloftið munum við halda áfram að verma yfirborð jarðar og við fáum verri og verri þurrka, hitabylgjur, ofurstorma, flóð og gróðurelda,“ sagði Mann í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina þegar gróðureldar, sem þá voru sögulega stórir, geisuðu í Kaliforníu árið 2018. Miklar eldglæringar um miðjan ágúst kveiktu hundruð elda í Kaliforníu sem sterkir vindar blésu svo lífi í.AP/Noah Berger Loftslagsmál Bandaríkin Vísindi Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri gjörðir og ákvarðanir manna hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. Gróðureldarnir sem hafa geisað stjórnlaust í Kaliforníu og Oregon eru sögulegir og mannskæðir. Að minnsta kosti 36 manns hafa farist í eldunum til þessa. Svæðið sem hefur brunnið í Kaliforníu er það stærsta sem sögur fara af, um 13.700 ferkílómetrar, stærra en í eldunum miklu sem ollu hörmungum árið 2018. Í nágrannaríkinu Oregon hafa hundruð íbúðarhúsa orðið eldunum að bráð og rúmlega 4.000 ferkílómetrar gróðurlendis brunnið. „Ég hef ekkert sem er sambærilegt við núverandi atburði þar sem það eru fleiri en sjö eldar sem eru stærri en 400 ferkílómetrar sem brenna allir í norðvestrinu, aðallega Oregon, ásamt óteljandi stórum eldum í Kaliforníu sem hafa sprungið út,“ segir John Abatzoglou, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, við Washington Post. Í Oregon gerðist það í fyrsta skipti í sögunni að fimm svokallaðir risaeldar, eldar sem náð yfir meira en 400 ferkílómetra, brunnu á sama tíma í ríkinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa allir tengt eldana í ríkjunum við loftslagsbreytingar af völdum manna. „Þetta eru loftslagseldar,“ segir Jay Inslee, ríkisstjóri Washington. Eyðileggingin er alger í bænum Talent í Oregon eftir að Almeda-eldurinn fór þar í gegn.AP/Noah Berger Loftslagsbreytingar gera eldana verri Vísindamenn hafa nú um áratugaskeið varað við því hnattræn hlýnun af völdum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi, ætti eftir að þýða skæðari hitabylgjur, verri þurrka og umfangsmeiri gróðurelda. Sumrin í Kaliforníu eru nú um 1,4°C hlýrri en þau voru á 8. áratug síðustu aldar. Hlýnunin gæti orðið hátt í tvöfalt meiri fyrir lok aldarinnar dragi menn ekki hratt úr losun. Síðsumarseldarnir í ár kviknuðu í eldingaveðri í ágúst í kjölfar mikillar hitabylgju í Kaliforníu miðri og norðanverðri. Hitamet voru slegin um allt ríkið, þar á meðal í Los Angeles þar sem hitinn fór yfir 49°C fyrstu vikuna í september. Hundruð elda kviknuðu í glæringunum en til að bæta gráu ofan á svart byrjuðu árstíðarbundnir staðvindar að blása óvenjusnemma og kyntu þeir enn undir bálið þremur vikum eftir að það kviknaði fyrst. Undan sterkum vindinum breiddust eldarnir út á ógnarhraða sem gaf íbúum lítinn tíma til að flýja heimili síni. „Það sem við sjáum í Kaliforníu er á meðal þeirra atburða sem við getum sagt klárlega að tengist loftslagsbreytingum, að loftslagsbreytingar hafi gert þá klárlega verri,“ segir Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður við umhverfishugveituna Breakthrough Institute, við Los Angeles Times. Noah Diffenbaugh, loftslagsvísindamaður við Stanford-háskóla í Kaliforníu, tekur í svipaðan streng og bendir á að líkurnar á sterkum hitabylgjum hafi tvöfaldast og jafnvel þrefaldast í Kaliforníu og víðar í vestanverðum Bandaríkjunum vegna loftslagsbreytinga. Washington Post segir að rannsókn sem birt var í ágúst bendi til þess að haustdagar með mikilli gróðureldhættu séu nú tvöfalt fleiri en á 9. áratugnum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun PBS-sjónvarpsstöðvarinnar um hvernig loftslagsbreytingar gera gróðurelda verri frá árinu 2018 þegar miklir eldar geisuðu einnig í Kaliforníu. Hitinn og þurrkarnir sökudólgarnir Umfang eldanna nú er afleiðing hita og þurrka. Jarðvegur og gróður er skraufþurr og lítinn neista þarf til að kveikja mikið bál. Vítahringur verður til þegar hitinn þurrkar upp landið. Orka í loftinu sem hefði annars farið í uppgufun raka magnar nú hitabylgjurnar enn frekar upp. Sumir sérfræðingar telja að þetta skýri hversu hratt eldarnir fari yfir og slökkviliðsmenn hafi aldrei séð aðra eins hegðun á gróðureldum. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri hjá Skógræktinni, sem lærði skógarfræði á skógareldasvæðum í Kanada segir að eldar brenni nú jafnvel í vestanverðum Oregon og Washington í hafrænu loftslagi þar sem lítil saga er um skógar- og gróðurelda. „Þetta eru nýjar aðstæður sem eru komnar upp þarna sem örugglega tengjast hlýnun andrúmslofts og hnattrænum loftslagsbreytingum,“ segir hann við Vísi. Hitinn og þurrkarnir þýðir að þegar eldur kviknar berst hann fljótt í krónur trjánna. „Þetta er ekki eins og við þekkjum sinuelda hjá okkur að þetta sé bara rétt ofan við yfirborð jarðvegs. Ef þetta nær að kvikna í öðrum eldsmat, dauðum greinum, dauðum trjám, ég tala ekki um ef þau eru skraufþurr, þá verður þetta mjög fljótt óviðráðanlegt,“ segir Aðalsteinn. Vegfarandi á gangi við Willamette-brúna í miðborg Portland í Oregon. Loftgæði þar voru verulega skert vegna reyks frá gróðureldunum í vikunni.AP/Don Ryan Trump einblínir á eina hlið vandans Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þráast við að viðurkenna að hnattræn hlýnun af völdum manna eigi þátt í gróðureldum. Þess í stað hefur hann kennt slæmri umhirðu um skóga í Kaliforníu og víðar um og stungið upp á því að lausnin sé að „raka“ skógarbotninn. Þegar forsetinn heimsótti Kaliforníu fyrr í vikunni þrætti hann enn fyrir að loftslagsbreytingar hefðu nokkuð með eldana að gera. „Ég held að vísindin viti það ekki,“ hélt forsetinn rakalaust fram þegar embættismenn Kaliforníuríkis ræddu um tengsl hlýnunar af völdum manna við eldana. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, sakaði hann í kjölfarið um að vera „loftslagsbrennuvarg“. Þrátt fyrir að Trump forseti hafi rangt fyrir sér um að hlutur manngerðrar hlýnunar í eldum sem þessum liggi á huldu er lök umhirða um skóg- og gróðurlendi einn af þeim þáttum sem hafa skapað aðstæður fyrir hamfarirnar. Aðalsteinn segir að Trump segi aðeins ein hlið á sögunni með því að einblína á umhirðu skóga. Forsetinn hafi það til síns máls að mikill eldsmatur sé á svæðunum og skógar illa hirtir. „Svo bætist ofan á þessir gríðarlegu þurrkar og hiti sem hefur verið að undanförnu sem hleypir öllu í bál,“ segir hann. Dauð tré úr þurrki og sjúkdómum hafa verið látin liggja þar sem þau þorna upp og verða eldsneyti fyrir elda. Creek-eldurinn í Madera-sýslu í Kaliforníu breiddist yfir rúmlega 400 ferkílómetra á einum degi fyrstu helgina í september þegar hann komst í dauð tré í Sierra Nevada-fjöllum sem drápust í þurrki sem stóð frá 2011 til 2017. Dora Negrete og sonur hennar Hector Rocha syrgja saman heimili sitt sem varð eldinum í Talent í Oregon að bráð. Um 4.000 manns hafast enn við í bráðabirgðatjöldum í ríkinu og í Kaliforníu komast 38.000 manns enn ekki til síns heima.AP/Paula Bronstein Byggt inn í skóg og eldsmatur safnast upp Frekari eldsmatur safnast einnig fyrir vegna stefnu manna um að slökkva elda um leið og þeir kvikna. „Um aldaskeið brenndu frumbyggjar Norður-Ameríku hluta skógarins og það þynnti út eldfiman gróður og gerði skóginn gisinn. Áherslan hefur aftur á móti verið á að slökkva alla elda og með loftslagsbreytingum hefur þetta nú skapað púðurtunnu gróðurs,“ segir Stefan Doerr, sérfræðingur í gróðureldum við Háskólann í Swansea, við breska ríkisútvarpið BBC. Yfirvöld eru meðvituð um vandann og hefur bandaríska skógarþjónustan kveikt elda til að grisja skóga undanfarin ár. Það hefur þó ekki verið gert í nægilega miklum mæli til að koma í veg fyrir hörmungar eins og þær sem nú herja á vestanverð Bandaríkin. Gagnrýni Trump á ríkisyfirvöld á vesturströndinni vegna skógarumhirðu stendur á veikum grunni. Stærstur hluti skóglendis í Kaliforníu og Oregon er í eigu alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir. Kaliforníuríki á aðeins um 3% skóglendis þar, alríkisstjórnin 58% og einkaaðilar og hópar frumbyggja afganginn. Í Washington á alríkisstjórnin 43% skóganna en ríkisstjórnin um 12%. Útþensla úthverfa og sumarhúsabyggðar inn í skóglendi undanfarin ár hefur ekki aðeins torveldað yfirvöldum að kveikja fyrirbyggjandi elda heldur einnig aukið eldhættuna sjálfa og líkurnar á mann- og eignatjóni. „Þegar þú ert með margt fólk á litlu svæði í mikilli nánd og þú ert með hús, hlöður, skýli, réttir og girðingar er mjög erfitt að kveikja stýrða elda. Þarna eru margir hlutir, ef eldur fer af einhverri ástæðu úr böndunum ertu næstum strax kominn í eignir einhvers,“ segir Jim Gersbach, talsmaður skógarstofnunar Oregon, við AP-fréttastofuna. Aðalsteinn segir að þannig hafi eldsmatur safnast upp og eldur breiðst út hratt í úthverfum sem voru ekki fyrir hendi áður fyrr. Að hluta til rekur hann hirðuleysið til togstreitu á milli þeirra sem vilja vernda skóga annars vegar og þeirra sem vilja nýta þá hins vegar. „Það hafa staðið deilur um þetta áratugum saman hvort það þurfi ekki aðeins að draga úr eldsmatnum í þessum skógi með því að nýta þá, grisja þá eða fjarlægja eitthvað af dauðu timbri. Þarna togast á afstaða þeirra sem vilja vernda skógana eins og þeir eru gegn þeim sem vilja nýta þá og einhvers staðar inn á milli eru þeir sem sjá aðdragandann að svona uppákomu eins og er núna,“ segir hann. Reykur frá gróðureldunum á vesturströnd Bandaríkjanna hefur valdið mistri yfir austurströndinni. Það litaði sólarupprásina gulrauða á Long Beach-eyju í New Jersey á þriðjudag.AP/Elizabeth Laird Ástandið á enn eftir að versna Eldarnir hafa ekki aðeins valdið beinu mann- og eignatjóni heldur hefur reykur og sót frá þeim spillt loftgæðum íbúa í ríkjunum og víðar. Borgir eins og Portland í Oregon hafa búið við lökustu loftgæði í heiminum á meðan reykjarmökkurinn var sem svæsnastur. Tengsl svifryksmengunar við heilsukvilla í mönnum, þar á meðal öndunarfæra- og hjarta- og æðasjúkdóma hafa orðið ljósari á undanförnum árum. Þá eiga eldarnir þátt í herða enn á þeim hnattrænu breytingum sem nú eiga sér stað vegna athafna manna. Áætlað er að um níutíu milljónir tonna af koltvísýringi hafi losnað frá eldunum í Kaliforníu einum saman. Það er þrjátíu milljónum tonnum meira en losnaði frá allri raforkuframleiðslu í ríkinu og sambærilegt við árslosun landa eins og Síle og Grikklands árið 2018. Þessi viðbótargusa gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúpinn mun aðeins auka líkurnar á að slíkir eldar endurtaki sig í framtíðinni og verði jafnvel enn verri en nú. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, segir þannig tal um að fordæmalausir gróðureldarnir nú séu á einhvern hátt „nýja normið“ vanmeti hversu alvarlegar framtíðarhorfurnar eru. „„Nýja normið“ lætur það hljóma eins og við séum komin á nýjan stað þar sem við verðum áfram. Ef við höldum áfram að brenna jarðefnaeldsneyti og setjum kolefnismengun út í andrúmsloftið munum við halda áfram að verma yfirborð jarðar og við fáum verri og verri þurrka, hitabylgjur, ofurstorma, flóð og gróðurelda,“ sagði Mann í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina þegar gróðureldar, sem þá voru sögulega stórir, geisuðu í Kaliforníu árið 2018. Miklar eldglæringar um miðjan ágúst kveiktu hundruð elda í Kaliforníu sem sterkir vindar blésu svo lífi í.AP/Noah Berger
Loftslagsmál Bandaríkin Vísindi Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43