Íbúðaverð hækkar verulega á milli mánaða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 14:07 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka milli mánaða. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í ágúst. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Þá voru verðhækkanir í sumar talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans og eru upplýsingarnar byggðar á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð á sérbýli hækkaði um 0,9% milli júlí og ágúst og verð á fjölbýli um 0,7%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 5,2% og hefur hún ekki verið hærri síðan í janúar í fyrra. „Sérbýli hefur hækkað stöðugt frá því í apríl og mælist 12 mánaða hækkun nú 4,8%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist 5,2%. Það sem af er ári hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 3,7% milli ára, sem er talsvert meiri hækkun en gert var ráð fyrir. Í maí spáðum við því að íbúðaverð myndi nokkurn veginn standa í stað út þetta ár. Annað hefur komið á daginn,“ segir í Hagsjánni. Þá hafi fasteignamarkaðurinn verið kröftugur í sumar og vaxtalækkanir haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir húsnæði: „Síðastliðna 3 mánuði hefur íbúðaverð hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra var sambærileg hækkun 0,3%. Það er því nokkuð ljóst að sumarið í ár var mun kröftugra en sumarið í fyrra, og hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst í ágústmánuði og þar með hvert umfang viðskipta var. Samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár, frestast birting þeirra upplýsinga vegna tafar á skönnun skjala við þinglýsingu hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru þó um að viðskipti hafi verið nokkuð mörg ef marka má upplýsingar úr nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að ágúst hafi verið þriðji mánuðurinn í röð þar sem fjöldi íbúða sem teknar voru úr birtingu af fasteignir.is var hærri á sambærilegum tíma fyrir ári síðan. Hvort það endurspeglist í tölum Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga á eftir að koma í ljós.“ Hagsjá Landsbankans má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í ágúst. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Þá voru verðhækkanir í sumar talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans og eru upplýsingarnar byggðar á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð á sérbýli hækkaði um 0,9% milli júlí og ágúst og verð á fjölbýli um 0,7%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 5,2% og hefur hún ekki verið hærri síðan í janúar í fyrra. „Sérbýli hefur hækkað stöðugt frá því í apríl og mælist 12 mánaða hækkun nú 4,8%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist 5,2%. Það sem af er ári hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 3,7% milli ára, sem er talsvert meiri hækkun en gert var ráð fyrir. Í maí spáðum við því að íbúðaverð myndi nokkurn veginn standa í stað út þetta ár. Annað hefur komið á daginn,“ segir í Hagsjánni. Þá hafi fasteignamarkaðurinn verið kröftugur í sumar og vaxtalækkanir haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir húsnæði: „Síðastliðna 3 mánuði hefur íbúðaverð hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra var sambærileg hækkun 0,3%. Það er því nokkuð ljóst að sumarið í ár var mun kröftugra en sumarið í fyrra, og hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst í ágústmánuði og þar með hvert umfang viðskipta var. Samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár, frestast birting þeirra upplýsinga vegna tafar á skönnun skjala við þinglýsingu hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru þó um að viðskipti hafi verið nokkuð mörg ef marka má upplýsingar úr nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að ágúst hafi verið þriðji mánuðurinn í röð þar sem fjöldi íbúða sem teknar voru úr birtingu af fasteignir.is var hærri á sambærilegum tíma fyrir ári síðan. Hvort það endurspeglist í tölum Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga á eftir að koma í ljós.“ Hagsjá Landsbankans má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira