Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn – árangur og áframhaldandi tækifæri Víðir Ragnarsson skrifar 18. september 2020 15:00 Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Orkumál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun