Leicester skoraði fjögur en Vardy komst ekki á blað 20. september 2020 19:54 Leikmenn Leicester fagna marki Justin í kvöld. vísir/getty Leicester er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í enska boltanum. Þeir unnu 4-2 sigur á Burnley á heimavelli í kvöld. Burnley komst yfir á tíundu mínútu með marki Chris Wood en tíu mínútum síðar jafnaði Harvey Barnes metin og þannig stóðu leikar í hálfleik. Erik Pieters sem kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik fyrir Burnley gerði sjálfsmark á 51. mínútu og Justin James skoraði þriðja mark Leicester á 61. mínútu. Jimmy Dunne minnkaði muninn í 3-2 á 73. mínútu en sex mínútum síðar gerði Dennis Praet út um leikinn. Lokatölur 4-2. Leicester er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Burnley er án stiga. Þetta var þeirra fyrsti leikur í ár en Jóhann Berg Guðmundsson er á meiðslalistanum hjá Burnley. Leicester City have won their opening two games of a Premier League season for the first time since 2015/16.You know what happened then. pic.twitter.com/WDykU11ieb— Squawka Football (@Squawka) September 20, 2020 Enski boltinn
Leicester er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í enska boltanum. Þeir unnu 4-2 sigur á Burnley á heimavelli í kvöld. Burnley komst yfir á tíundu mínútu með marki Chris Wood en tíu mínútum síðar jafnaði Harvey Barnes metin og þannig stóðu leikar í hálfleik. Erik Pieters sem kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik fyrir Burnley gerði sjálfsmark á 51. mínútu og Justin James skoraði þriðja mark Leicester á 61. mínútu. Jimmy Dunne minnkaði muninn í 3-2 á 73. mínútu en sex mínútum síðar gerði Dennis Praet út um leikinn. Lokatölur 4-2. Leicester er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Burnley er án stiga. Þetta var þeirra fyrsti leikur í ár en Jóhann Berg Guðmundsson er á meiðslalistanum hjá Burnley. Leicester City have won their opening two games of a Premier League season for the first time since 2015/16.You know what happened then. pic.twitter.com/WDykU11ieb— Squawka Football (@Squawka) September 20, 2020
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti