Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa í morgun unnið að hreinsun á Eiðsgranda þar sem stórir hnullungar enduðu á landi vegna mikils sjógangs. Mikill öldugangur var á svæðinu og gengu öldur á land með miklum látum í gærkvöldi. Sjórinn reif einnig upp torf og annað.
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að unnið verði að því að hreinsa það allra versta í dag en það verði ef til vill ekki klárað í dag.
Sjór gekk á land við Eiðsgranda og víðar í gærkvöldi. Töluvert landrof varð. Mín frábæra samstarfskona Regína...
Posted by Dagur B. Eggertsson on Sunday, 20 September 2020
Sjór hefur gengið á land á þessu svæði í nokkur ár. Eftir um það bil tvær vikur mun verktaki hefja vinnu við að brekka varnargarðinn. Þannig eigi að brjóta öldurnar lengra frá landi og koma í veg fyrir tjón.
Hér má sjá myndband sem tekið var í gærkvöldi og sýnir hvernig útlit var á svæðinu og myndir sem teknar voru í morgun.


