Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 07:40 Sérútbúinn bíll slökkviliðsins til Covid-flutninga sést hér á mynd, ásamt sjúkraflutningamanni. Slökkviliðið á HBS Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru þetta mun fleiri slíkir flutningar en hafa verið undanfarnar nætur. Covid-tengdir sjúkraflutningar eru þó hvorki ávísun á kórónuveirusmit sjúklingsins sem fluttur er, né innlögn inn á sjúkrahús, líkt og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum útskýrði í samtali við Vísi í sumar. „Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ sagði Már. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru líklega einn eða tveir sem fluttir voru með sérstökum Covid-viðbúnaði í nótt með staðfest kórónuveirusmit. Í hinum tilfellunum hafi verið grunur um smit. Þegar slíkur grunur er til staðar eru sjúklingar fluttir í sérútbúnum Covid-bílum og fyllstu sóttvarna gætt í hvívetna. Þá eru venjulega einn til þrír sjúkraflutningamenn í hverju útkalli eftir stöðu þess sem fluttur er. Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar samkvæmt tölum gærdagsins á Covid.is. Hvorugur þeirra hefur verið sagður alvarlega veikur. 215 eru í einangrun með veiruna á landinu en mjög hefur fjölgað í hópi smitaðra síðustu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru þetta mun fleiri slíkir flutningar en hafa verið undanfarnar nætur. Covid-tengdir sjúkraflutningar eru þó hvorki ávísun á kórónuveirusmit sjúklingsins sem fluttur er, né innlögn inn á sjúkrahús, líkt og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum útskýrði í samtali við Vísi í sumar. „Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ sagði Már. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru líklega einn eða tveir sem fluttir voru með sérstökum Covid-viðbúnaði í nótt með staðfest kórónuveirusmit. Í hinum tilfellunum hafi verið grunur um smit. Þegar slíkur grunur er til staðar eru sjúklingar fluttir í sérútbúnum Covid-bílum og fyllstu sóttvarna gætt í hvívetna. Þá eru venjulega einn til þrír sjúkraflutningamenn í hverju útkalli eftir stöðu þess sem fluttur er. Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar samkvæmt tölum gærdagsins á Covid.is. Hvorugur þeirra hefur verið sagður alvarlega veikur. 215 eru í einangrun með veiruna á landinu en mjög hefur fjölgað í hópi smitaðra síðustu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Slökkvilið Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43
Hættustig á Landspítalanum vegna smita meðal starfsfólks Viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítalans hafa ákveðið að færa spítalann á hættustig vegna smita meðal starfsfólks spítalans. 20. september 2020 14:05
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48