Innlent

Snjór í hlíðum Esjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Esjan í morgun.
Esjan í morgun. Vísir/Vilhelm

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu tóku margir eftir því í morgun að sjá snjó í efri hluta Esjunnar.

„Þetta gerðist í nótt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni.

Aðspurð um samanburð við fyrri ár þá segist Elín Björk telja það ólíklegt að þessi atburður sé óvenjulega snemma á ferðinni í ár.

„Þetta er haustboðinn. Það væntanlega bráðnar eitthvað neðan úr henni í dag, en það er orðið það kalt á nóttinni að það nær að hvítna ef það er úrkoma. Það er komið það langt fram á haust að þetta er komið til að vera,“ segir Elín Björk.

Sömuleiðis má sjá á vef skíðasvæðanna að jörð er orðin hvít í Bláfjöllum. 

Staðan í Bláfjöllum í morgun.Skíðasvæðin

Frá Norðurlandi, þar á meðal á Siglufirði, hafa sömuleiðis birst myndir af hvítri jörð eftir snjókomu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×