Enski boltinn

Stað­festa komu Rúnars Alex sem verður númer þrettán

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex kvittar undir samninginn.
Rúnar Alex kvittar undir samninginn. vísir/arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson er genginn í raðir Arsenal. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni nú síðdegis en hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið.

Skiptin hafa legið í loftinu síðustu vikur en KR-ingurinn kemur til félagsins frá Dijon í Frakklandi þar sem hann lék þrettán leiki í öllum keppnum á síðustu helgi.

Rúnar Alex er alinn upp hjá KR en fór til Nordsjælland í Danmörku þar sem hann vakti verðskuldaða athygli. Eftir þriggja ára veru þar fór hann til Frakklands og nú til Arsenal.

„Við erum ánægðir með að bjóða Alex velkominn í hópinn. Við höfum verið að fylgjast með honum í einhvern tíma og hann hefur þá eiginleika sem við erum að leitast eftir í okkar markverði og sem persónu,“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, Edu.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tók í svipaðan streng.

„Við viljum skapa heilbrigða samkeppni um stöður í liðinu og það er tilhlökkun hjá okkur að sjá Alex koma inn í markmannsstöðuna hjá okkur,“ sagði Arteta.

Rúnar Alex verður númer þrettán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×