Rúnar Alex Rúnarsson er genginn í raðir Arsenal. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni nú síðdegis en hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið.
Skiptin hafa legið í loftinu síðustu vikur en KR-ingurinn kemur til félagsins frá Dijon í Frakklandi þar sem hann lék þrettán leiki í öllum keppnum á síðustu helgi.
Rúnar Alex er alinn upp hjá KR en fór til Nordsjælland í Danmörku þar sem hann vakti verðskuldaða athygli. Eftir þriggja ára veru þar fór hann til Frakklands og nú til Arsenal.
The newest member of our family pic.twitter.com/0t4MLn1Kxm
— Arsenal (@Arsenal) September 21, 2020
„Við erum ánægðir með að bjóða Alex velkominn í hópinn. Við höfum verið að fylgjast með honum í einhvern tíma og hann hefur þá eiginleika sem við erum að leitast eftir í okkar markverði og sem persónu,“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, Edu.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tók í svipaðan streng.
„Við viljum skapa heilbrigða samkeppni um stöður í liðinu og það er tilhlökkun hjá okkur að sjá Alex koma inn í markmannsstöðuna hjá okkur,“ sagði Arteta.
Rúnar Alex verður númer þrettán.
Welcome to The Arsenal, Alex Runarsson
— Arsenal (@Arsenal) September 21, 2020
@runaralex