Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Liðin sem berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni (3.-5. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 11:30 Irena Sól Jónsdóttir hætti hjá Keflavík og samdi við Hauka. Hún mun keppa við sína gömlu félaga um sæti í úrslitakeppninni. Vísir/Bára Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild kvenna í körfubolta en keppni í deildinni hefst með heilli umferð á miðvikudagskvöldið. Við skoðuðum fallbaráttuna í gær og í dag er komið að því að skoða hvaða lið berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur efstu sætin gefa sæti í úrslitakeppninni í vor og við erum á því að þrjú lið muni berjast um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Að okkar mati munu lið Breiðabliks, Hauka og Keflavíkur berjast um þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Lið Hauka og Keflavíkur urðu bæði meistarar á síðustu þremur árum en Blikarnir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 25 ár. Haukar og Keflavík hafa treyst á sína uppalda leikmenn síðustu ár eftir að hafa bæði misst öfluga leikmenn úr meistaraliðum sínum. Haukarnir styrktu liðið sitt meira en Keflavík í sumar og hefur um leið nálgast baráttuna í efri hlutanum. Blikarnir hafa verið nokkrum skrefum frá því að keppa um sæti í úrslitakeppninni en nú gæti orðið breyting á því. Eins og hjá Haukum og Keflavík verða það uppaldar stelpur sem munu ráða mestu um það hvernig Blikaliðinu gengur á komandi tímabili. Sóllilja Bjarnadóttir er komin aftur heim í Breiðablik.Vísir/Vilhelm Breiðablik í 5. sæti: Dýrmætt að endurheimta uppaldar landsliðskonur Blikarnir hafa aðallega hugsað um að halda sæti sínu í Domino´s deildinni síðustu tímabil en nú er kannski kominn tími á að stefna ofar. Blikarnir verða í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni samkvæmt okkar spá en rétt missa af fjórða sætinu. Blikakonur ættu að geta nýtt sér það að halda sínum kjarna að mestu leyti og bæta að auki við tveimur frábærum leikmönnum sem þekkja vel til í Smáranum. Við þetta fá Blikarnir sóknarfæri á lið eins og KR og Snæfell sem hafa staðið þeim framar á undanförnum árum en gefa nú mikið eftir. Breiðablik er að endurheimta tvær af sínum bestu dætrum í þeim Isabellu Ósk Sigurðardóttur og Sóllilju Bjarnadóttur. Isabella er komin á fullt á nýjan leik eftir meiðsli og Sóllilja er komin heim úr KR. Tveir Blikar sem hafa verið í kringum landsliðið þegar þær eru heilar. Blikaliðið vann Hauka í lokaleik síðasta tímabils og endaði því tímabilið á jákvæðum nótum. Það var ekki síst sú staðreynd að liðið, með lélegustu vörn deildarinnar, fékk aðeins 67 stig á sig í leiknum. Varnarleikur Blikastúlkna var vandamál í fyrra og eitthvað sem er ekki algengt að sjá hjá liði undir stjórn Ívars Ásgrímssonar. Það má búast við að Blikar leggi ofurkapp á það að bæta það á þessu tímabili og með því mun liðið bíta mun meira frá sér. Hér munar miklu um að fá Isabella Ósk Sigurðardóttur undir körfuna. Það er ljóst að með hana innanborðs þá endar Blikaliðið örugglega ekki í neðsta sæti í vörðum skotum eða fráköstum. Blikarnir þurfa vissulega líka að leysa af hina bandarísku Danni L Williams sem skoraði 33,1 stig og 4,4 þrista að meðaltali í leik í fyrravetur. Bandaríski leikmaðurinn í ár er allt öðruvísi leikmaður en Williams enda mikli meiri leikstjórnandi sem ætti að spila liðsfélaga sína uppi. Hversu langt síðan að Breiðablik ... ... varð Íslandsmeistari: 25 ár (1995) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 25 ár (1995) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslitaleik: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 24 ár (1996) ... komst í lokaúrslit: 25 ár (1995) ... féll úr deildinni: 5 ár (2015) ... kom upp í deildina: 3 ár (2017) Gengi Breiðabliks í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 B-deild (4. sæti) 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti) Gengi Breiðabliks í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Komst ekki í úrslitakeppni 2017-18 Komst ekki í úrslitakeppni 2016-17 B-deild 2015-16 B-deild 2014-15 Komst ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild Sóllilja Bjarnadóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir hafa báðar samið við Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og því ljóst...Posted by Körfuknattleiksdeild Breiðabliks on Mánudagur, 13. júlí 2020 Breytingar hjá Breiðabliki Komnar: Sóllilja Bjarnadóttir frá KR Jessie Loera frá Gonzaga Farnar: Violet Morrow til FSV Rijeka (Króatía) Paula Tarnachowicz til Spirou (Belgía) Telma Lind Ásgeirsdóttir barneignarleyfi Isabella Ósk Sigurðardóttir er komin aftur á fulla ferð sem eru frábærar fréttir fyrir Blikana.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Isabella Ósk Sigurðardóttir Isabella Ósk Sigurðardóttir var búin að spila sig inn í íslenska landsliðið þegar hún sleit krossband tímabilið 2018-19. Hún var komin til baka undir lok síðasta tímabils en ekki búin að ná fullum styrk. Nú bindum við væntingar að sjá Isabellu aftur upp á sitt allra besta. Hún hefur mikil áhrif á leikinn á báðum endum vallarins og þá sérstaklega þegar kemur að vörðum skotum og fráköstum. Isabella Ósk var með 9,1 stig, 10,4 fráköst og 2,12 varin skot að meðaltali í leik síðasta tímabilið áður en hún meiddist. Frábærar tölur hjá tvítugum leikmanni. Nú aðeins eldri og reynslunni ríkari hefur hún sýnt það á undirbúningstímabilinu að Blikar eru búnir að endurheimta sinn besta íslenska leikmann á ný. Mikilvægi hennar sást ekki síst í lokaleik síðasta tímabils þar sem Isabella Ósk var með 12 stig, 13 fráköst og 3 varin skot þegar Blikarnir unnu Haukana og héldu þeim í 67 stigum. Lovísa Henningsdóttir er í stóru hlutverki hjá Haukum og er líka í hópi þeirra fjölmörgu uppöldu leikmanna sem eru í Haukaliðinu.Vísir/Bára Haukar í 4. sæti: Íslandsmeistararþjálfarnir mættir aftur en búnir að víxla störfunum Haukar eiga samkvæmt okkar spá að krækja í fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni og gera þannig betur en í fyrravetur. Haukakonur ætluðu sér mun stærri hluti en varð raunin í fyrra þegar liðið var að missa af úrslitakeppninni á lokasprettinum þegar kórónuveiran stoppað allt. Ólöf Helga Pálsdóttir var látin fara undir lok tímabilsins og nú hafa Haukarnir kallað á þjálfara sem þekkja vel til verka á Ásvöllum. Ingvar Þór Guðjónsson og Bjarni Magnússon voru við stjórnvölinn þegar Haukakonur urðu Íslandsmeistarar fyrir rúmum tveimur árum, Ingvar þá sem þjálfari og Bjarni sem aðstoðarþjálfari. Nú eru þeir mættir aftur en hafa víxlað hlutverkum. Bjarni er nú þjálfari en Ingvar aðstoðar hann. Haukaliðið missir landsliðskonuna Sigrúnu Ólafsdóttur út í nám til Bandaríkjanna en sækir aðra landsliðkonu í staðinn í Bríeti Sif Hinriksdóttur. Haukarnir fá líka varnarmanninn grimma Irenu Sól Jónsdóttur frá Keflavík. Lovísa Björt Henningsdóttir hefur nú eitt ár að baki í deildinni og ætti að vera komin að fullu inn í hlutina og þá er komið að landsliðsleikstjórnandanum Þóru Kristínu Jónsdóttur að taka næsta skref ekki síst í því að fækka sínum óþörfu klaufalegu töpuðum boltum. Það er nóg af hæfileikaríkum körfuboltakonum í Haukaliðinu og báðir þjálfararnir þekkja sína leikmenn líka mjög vel. Haukarnir gætu því endað enn ofar smelli allt hjá þeim í vetur en í það minnsta á liðið að gera betur en í fyrra. Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018)) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaleik: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 17 ár (2003) ... kom upp í deildina: 16 ár (2004) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Gengi Hauka í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Lokaúrslit (Silfur) 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Lokaúrslit (Silfur) 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Lokaúrslit (Silfur) View this post on Instagram Þóra Kristín Jónsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir hafa allar skrifað undir tveggja ára samning við kkd. Hauka. A post shared by Haukar_karfa (@haukar_karfa) on Jun 25, 2019 at 7:47am PDT Breytingar á Haukaliðinu Komnar: Irena Sól Jónsdóttir frá Keflavík Bríet Sif Hinriksdóttir frá Grindavík Elísabeth Ýr Ægisdóttir frá Grindavík Alyesha Lovett frá Ástralíu Kristrún Ólafsdóttir frá Þór Ak Farnar: Sigrún Björg Ólafsdóttir til Chattanooga Mocs (USA) Stefanía Ósk Ólafsdóttir til Fjölnis Jenný Geirdal Kjartansdóttir til Grindavíkur Janine Guijt Randi Brown Þóra Kristín Jónsdóttir hefur unnið sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Þóra Kristín Jónsdóttir Þóra Kristín Jónsdóttir er án efa einn allra mikilvægasti leikmaður Domino´s deildar kvenna og leikur Haukanna hefur byggt mikið á hennar framlagi síðustu ár. Þóra Kristín er í hópi bestu íslensku leikmanna deildarinnar og er þegar komin í stórt hlutverk í landsliðinu. Það er nóg að taka þegar kemur að kostum hennar sem körfuboltakonu. Hún hefur afburðar boltatækni og er með frábærar sendingar. Þóra er líka fínasta skytta fái hún tíma til að skjóta. Stóri gallinn ætlar samt ekki að þroskast af henni því töpuðu boltarnir hafa alltaf verið alltof stór hlutur af hennar leik. Þóra Kristín átti ekki eins gott tímabil í fyrra (9,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik) og tímabilið á undan (13,1 stig og 5,9 stoðsendingar) en það efast ekki neinn um það að með hana í stuði er Haukaliðið mjög erfitt viðureignar. Þóra er nú orðin 23 ára gömul og enginn nýgræðingur leikur. Leikmaður með næstum því tvö hundruð leiki í efstu deild. Nú setjum við þá kröfu á hana að taka næsta skref og takist það eru Haukarnir í frábærum málum. Katla Rún Garðarsdóttir er í mjög mikilvægu hlutverki í Keflavíkurliðinu.Vísir/Bára Keflavík í 3. sæti: Enn nóg að taka upp úr körfuboltabrunninum í Keflavík Keflavíkuliðið heldur áfram að treysta á sínar ungu stelpur og það breytist lítið þótt að það týnist áfram úr hópnum. Það eru aðeins rúm þrjú ár síðan að kornungt Keflavíkurlið vann óvænt tvöfalt en síðan þá hefur liðið misst marga leikmenn. Tvær til viðbótar úr Íslandsmeistarakjarnanum yfirgáfu Keflavíkurliðið í sumar. Þóranna Kika Carr-Hodge fór í nám til Bandaríkjanna og fyrirliðinn Irena Sól Jónsdóttir samdi við Hauka. Á síðustu árum hafði Keflavíkurliðið misst sterka leikmenn eins og þær Thelmu Dís Ágústsdóttur og Birnu Valgerði Benónýsdóttur. Keflavíkurkonur hafa því oft lent í því að missa út reynslu á milli tímabila og fyrri hluti tímabilanna er oft mikill lærdómstími fyrir liðið. Keflavíkurliðið endaði þannig síðasta tímabil á því að vinna Valskonur í lokaleik sem var frábær sigur hjá liðinu og sýndi hvað bjó í liðinu ú fyrra. Á sama tíma hafa Keflvíkingar ákveðið að tefla áfram bara fram einum erlendum leikmanni þótt að sum önnur lið séu með tvo til þrjá fleiri slíka atvinnumenn í sínum liðum. Körfuboltabrunnurinn í Keflavík er öfundaður af mörgum og þar á bæ vilja menn gefa sínum efnilegu stelpum tækifæri. Keflvíkingar hafa skilað fleiri öflugum körfuboltakonum í íslenska boltann en hin félögin og Keflavík mun áfram treysta á öflugt unglingastarf til að fylla í skörðin þegar félagið missir þær í skóla erlendis. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða ungu stelpur slái í gegn með Keflavíkurliðinu á komandi tímabili. Jón Halldór Eðvaldsson tók þá ákvörðun að halda hinni bandarísku Danielu Wallen Morillo áfram sem þýðir það að leikstjórnin verður áfram í höndum heimastúlkna. Þar er mikil ábyrgð sett á þeirrar herðar. Ákvörðunin hefur kannski áhrif á gengi liðsins til skamms tíma en ætti að skila sér í enn betri leikstjórnendum Keflavíkurliðsins í framtíðinni. Katla Rún Garðarsdóttir er einn af leikmönnum liðsins sem hefur hæfileikana og hausinn til að hjálpa sínu liði á þessu sviði. Hversu langt síðan að Keflavikurliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 7 ár (2013) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaleik: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Keflavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Keflavíkur í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Lokaúrslit (Silfur) 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Lokaúrslit (Silfur) 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Meistarar meistaranna Mynd: Bára Dröfn-Karfan.is A post shared by Körfuknattleiksdeild Keflavík (@keflavik_karfa) on Sep 30, 2018 at 1:50pm PDT Breytingar á Keflavikurliðinu Komnar: Ólöf Rún Óladóttir frá Grindavík Farnar: Irena Sól Jónsdóttir til Hauka Þóranna Kika Carr-Hodge til Iona Gaels (USA) Eydís Eva Þórisdóttir til Vals Agnes Fjóla Georgsdóttir til Grindavíkur Emelía Ósk Gunnarsdóttir er orðinn ein af reyndari leikmönnum Keflavíkurliðsins.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Emelía Ósk Gunnarsdóttir Emelía Ósk Gunnarsdóttir er var í aðalhlutverki í liði Litlu slátraranna þegar titlarnir unnust fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefur hún verið afar óheppin með meiðsli, sleit krossband og er nú síðast að glíma við eftirmála höfuðhöggs. Þetta á að vera tímabilið þar sem Emelía Ósk skilur krossbandaslitið endanlega eftir í fortíðinni og kemst aftur á flug. Hennar hlutverk er líka að færast frá því að vera ein af þeim reynslulitli í liðinu í að vera í hópi þeirra reynslumeiri. Emelía Ósk er stemmnings leikmaður sem er frábær varnarmaður og getur einnig skorað þegar hún er áræðinn og nýtir sér sína hæfileika. Það er lykilatriði fyrir Keflavíkurkonur að Emelía Ósk Gunnarsdóttir verði í stuði í vetur ætli liðið að halda sér uppi meðal bestu liða deildarinnar. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Baráttan um að sleppa við júmbósætið (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í fyrsta leik Domino´s deildar kvenna með því að spá fyrir um lokastöðu í deildinni næsta vor. Í dag skoðum við fallbaráttuna. 21. september 2020 12:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild kvenna í körfubolta en keppni í deildinni hefst með heilli umferð á miðvikudagskvöldið. Við skoðuðum fallbaráttuna í gær og í dag er komið að því að skoða hvaða lið berjast um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur efstu sætin gefa sæti í úrslitakeppninni í vor og við erum á því að þrjú lið muni berjast um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Að okkar mati munu lið Breiðabliks, Hauka og Keflavíkur berjast um þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Lið Hauka og Keflavíkur urðu bæði meistarar á síðustu þremur árum en Blikarnir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í 25 ár. Haukar og Keflavík hafa treyst á sína uppalda leikmenn síðustu ár eftir að hafa bæði misst öfluga leikmenn úr meistaraliðum sínum. Haukarnir styrktu liðið sitt meira en Keflavík í sumar og hefur um leið nálgast baráttuna í efri hlutanum. Blikarnir hafa verið nokkrum skrefum frá því að keppa um sæti í úrslitakeppninni en nú gæti orðið breyting á því. Eins og hjá Haukum og Keflavík verða það uppaldar stelpur sem munu ráða mestu um það hvernig Blikaliðinu gengur á komandi tímabili. Sóllilja Bjarnadóttir er komin aftur heim í Breiðablik.Vísir/Vilhelm Breiðablik í 5. sæti: Dýrmætt að endurheimta uppaldar landsliðskonur Blikarnir hafa aðallega hugsað um að halda sæti sínu í Domino´s deildinni síðustu tímabil en nú er kannski kominn tími á að stefna ofar. Blikarnir verða í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni samkvæmt okkar spá en rétt missa af fjórða sætinu. Blikakonur ættu að geta nýtt sér það að halda sínum kjarna að mestu leyti og bæta að auki við tveimur frábærum leikmönnum sem þekkja vel til í Smáranum. Við þetta fá Blikarnir sóknarfæri á lið eins og KR og Snæfell sem hafa staðið þeim framar á undanförnum árum en gefa nú mikið eftir. Breiðablik er að endurheimta tvær af sínum bestu dætrum í þeim Isabellu Ósk Sigurðardóttur og Sóllilju Bjarnadóttur. Isabella er komin á fullt á nýjan leik eftir meiðsli og Sóllilja er komin heim úr KR. Tveir Blikar sem hafa verið í kringum landsliðið þegar þær eru heilar. Blikaliðið vann Hauka í lokaleik síðasta tímabils og endaði því tímabilið á jákvæðum nótum. Það var ekki síst sú staðreynd að liðið, með lélegustu vörn deildarinnar, fékk aðeins 67 stig á sig í leiknum. Varnarleikur Blikastúlkna var vandamál í fyrra og eitthvað sem er ekki algengt að sjá hjá liði undir stjórn Ívars Ásgrímssonar. Það má búast við að Blikar leggi ofurkapp á það að bæta það á þessu tímabili og með því mun liðið bíta mun meira frá sér. Hér munar miklu um að fá Isabella Ósk Sigurðardóttur undir körfuna. Það er ljóst að með hana innanborðs þá endar Blikaliðið örugglega ekki í neðsta sæti í vörðum skotum eða fráköstum. Blikarnir þurfa vissulega líka að leysa af hina bandarísku Danni L Williams sem skoraði 33,1 stig og 4,4 þrista að meðaltali í leik í fyrravetur. Bandaríski leikmaðurinn í ár er allt öðruvísi leikmaður en Williams enda mikli meiri leikstjórnandi sem ætti að spila liðsfélaga sína uppi. Hversu langt síðan að Breiðablik ... ... varð Íslandsmeistari: 25 ár (1995) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 25 ár (1995) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslitaleik: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 24 ár (1996) ... komst í lokaúrslit: 25 ár (1995) ... féll úr deildinni: 5 ár (2015) ... kom upp í deildina: 3 ár (2017) Gengi Breiðabliks í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 B-deild (4. sæti) 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti) Gengi Breiðabliks í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Komst ekki í úrslitakeppni 2017-18 Komst ekki í úrslitakeppni 2016-17 B-deild 2015-16 B-deild 2014-15 Komst ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild Sóllilja Bjarnadóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir hafa báðar samið við Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og því ljóst...Posted by Körfuknattleiksdeild Breiðabliks on Mánudagur, 13. júlí 2020 Breytingar hjá Breiðabliki Komnar: Sóllilja Bjarnadóttir frá KR Jessie Loera frá Gonzaga Farnar: Violet Morrow til FSV Rijeka (Króatía) Paula Tarnachowicz til Spirou (Belgía) Telma Lind Ásgeirsdóttir barneignarleyfi Isabella Ósk Sigurðardóttir er komin aftur á fulla ferð sem eru frábærar fréttir fyrir Blikana.Vísir/Daníel Þór Verður að eiga gott tímabil: Isabella Ósk Sigurðardóttir Isabella Ósk Sigurðardóttir var búin að spila sig inn í íslenska landsliðið þegar hún sleit krossband tímabilið 2018-19. Hún var komin til baka undir lok síðasta tímabils en ekki búin að ná fullum styrk. Nú bindum við væntingar að sjá Isabellu aftur upp á sitt allra besta. Hún hefur mikil áhrif á leikinn á báðum endum vallarins og þá sérstaklega þegar kemur að vörðum skotum og fráköstum. Isabella Ósk var með 9,1 stig, 10,4 fráköst og 2,12 varin skot að meðaltali í leik síðasta tímabilið áður en hún meiddist. Frábærar tölur hjá tvítugum leikmanni. Nú aðeins eldri og reynslunni ríkari hefur hún sýnt það á undirbúningstímabilinu að Blikar eru búnir að endurheimta sinn besta íslenska leikmann á ný. Mikilvægi hennar sást ekki síst í lokaleik síðasta tímabils þar sem Isabella Ósk var með 12 stig, 13 fráköst og 3 varin skot þegar Blikarnir unnu Haukana og héldu þeim í 67 stigum. Lovísa Henningsdóttir er í stóru hlutverki hjá Haukum og er líka í hópi þeirra fjölmörgu uppöldu leikmanna sem eru í Haukaliðinu.Vísir/Bára Haukar í 4. sæti: Íslandsmeistararþjálfarnir mættir aftur en búnir að víxla störfunum Haukar eiga samkvæmt okkar spá að krækja í fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni og gera þannig betur en í fyrravetur. Haukakonur ætluðu sér mun stærri hluti en varð raunin í fyrra þegar liðið var að missa af úrslitakeppninni á lokasprettinum þegar kórónuveiran stoppað allt. Ólöf Helga Pálsdóttir var látin fara undir lok tímabilsins og nú hafa Haukarnir kallað á þjálfara sem þekkja vel til verka á Ásvöllum. Ingvar Þór Guðjónsson og Bjarni Magnússon voru við stjórnvölinn þegar Haukakonur urðu Íslandsmeistarar fyrir rúmum tveimur árum, Ingvar þá sem þjálfari og Bjarni sem aðstoðarþjálfari. Nú eru þeir mættir aftur en hafa víxlað hlutverkum. Bjarni er nú þjálfari en Ingvar aðstoðar hann. Haukaliðið missir landsliðskonuna Sigrúnu Ólafsdóttur út í nám til Bandaríkjanna en sækir aðra landsliðkonu í staðinn í Bríeti Sif Hinriksdóttur. Haukarnir fá líka varnarmanninn grimma Irenu Sól Jónsdóttur frá Keflavík. Lovísa Björt Henningsdóttir hefur nú eitt ár að baki í deildinni og ætti að vera komin að fullu inn í hlutina og þá er komið að landsliðsleikstjórnandanum Þóru Kristínu Jónsdóttur að taka næsta skref ekki síst í því að fækka sínum óþörfu klaufalegu töpuðum boltum. Það er nóg af hæfileikaríkum körfuboltakonum í Haukaliðinu og báðir þjálfararnir þekkja sína leikmenn líka mjög vel. Haukarnir gætu því endað enn ofar smelli allt hjá þeim í vetur en í það minnsta á liðið að gera betur en í fyrra. Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018)) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaleik: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 17 ár (2003) ... kom upp í deildina: 16 ár (2004) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Gengi Hauka í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Lokaúrslit (Silfur) 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Lokaúrslit (Silfur) 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Lokaúrslit (Silfur) View this post on Instagram Þóra Kristín Jónsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir hafa allar skrifað undir tveggja ára samning við kkd. Hauka. A post shared by Haukar_karfa (@haukar_karfa) on Jun 25, 2019 at 7:47am PDT Breytingar á Haukaliðinu Komnar: Irena Sól Jónsdóttir frá Keflavík Bríet Sif Hinriksdóttir frá Grindavík Elísabeth Ýr Ægisdóttir frá Grindavík Alyesha Lovett frá Ástralíu Kristrún Ólafsdóttir frá Þór Ak Farnar: Sigrún Björg Ólafsdóttir til Chattanooga Mocs (USA) Stefanía Ósk Ólafsdóttir til Fjölnis Jenný Geirdal Kjartansdóttir til Grindavíkur Janine Guijt Randi Brown Þóra Kristín Jónsdóttir hefur unnið sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Þóra Kristín Jónsdóttir Þóra Kristín Jónsdóttir er án efa einn allra mikilvægasti leikmaður Domino´s deildar kvenna og leikur Haukanna hefur byggt mikið á hennar framlagi síðustu ár. Þóra Kristín er í hópi bestu íslensku leikmanna deildarinnar og er þegar komin í stórt hlutverk í landsliðinu. Það er nóg að taka þegar kemur að kostum hennar sem körfuboltakonu. Hún hefur afburðar boltatækni og er með frábærar sendingar. Þóra er líka fínasta skytta fái hún tíma til að skjóta. Stóri gallinn ætlar samt ekki að þroskast af henni því töpuðu boltarnir hafa alltaf verið alltof stór hlutur af hennar leik. Þóra Kristín átti ekki eins gott tímabil í fyrra (9,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik) og tímabilið á undan (13,1 stig og 5,9 stoðsendingar) en það efast ekki neinn um það að með hana í stuði er Haukaliðið mjög erfitt viðureignar. Þóra er nú orðin 23 ára gömul og enginn nýgræðingur leikur. Leikmaður með næstum því tvö hundruð leiki í efstu deild. Nú setjum við þá kröfu á hana að taka næsta skref og takist það eru Haukarnir í frábærum málum. Katla Rún Garðarsdóttir er í mjög mikilvægu hlutverki í Keflavíkurliðinu.Vísir/Bára Keflavík í 3. sæti: Enn nóg að taka upp úr körfuboltabrunninum í Keflavík Keflavíkuliðið heldur áfram að treysta á sínar ungu stelpur og það breytist lítið þótt að það týnist áfram úr hópnum. Það eru aðeins rúm þrjú ár síðan að kornungt Keflavíkurlið vann óvænt tvöfalt en síðan þá hefur liðið misst marga leikmenn. Tvær til viðbótar úr Íslandsmeistarakjarnanum yfirgáfu Keflavíkurliðið í sumar. Þóranna Kika Carr-Hodge fór í nám til Bandaríkjanna og fyrirliðinn Irena Sól Jónsdóttir samdi við Hauka. Á síðustu árum hafði Keflavíkurliðið misst sterka leikmenn eins og þær Thelmu Dís Ágústsdóttur og Birnu Valgerði Benónýsdóttur. Keflavíkurkonur hafa því oft lent í því að missa út reynslu á milli tímabila og fyrri hluti tímabilanna er oft mikill lærdómstími fyrir liðið. Keflavíkurliðið endaði þannig síðasta tímabil á því að vinna Valskonur í lokaleik sem var frábær sigur hjá liðinu og sýndi hvað bjó í liðinu ú fyrra. Á sama tíma hafa Keflvíkingar ákveðið að tefla áfram bara fram einum erlendum leikmanni þótt að sum önnur lið séu með tvo til þrjá fleiri slíka atvinnumenn í sínum liðum. Körfuboltabrunnurinn í Keflavík er öfundaður af mörgum og þar á bæ vilja menn gefa sínum efnilegu stelpum tækifæri. Keflvíkingar hafa skilað fleiri öflugum körfuboltakonum í íslenska boltann en hin félögin og Keflavík mun áfram treysta á öflugt unglingastarf til að fylla í skörðin þegar félagið missir þær í skóla erlendis. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða ungu stelpur slái í gegn með Keflavíkurliðinu á komandi tímabili. Jón Halldór Eðvaldsson tók þá ákvörðun að halda hinni bandarísku Danielu Wallen Morillo áfram sem þýðir það að leikstjórnin verður áfram í höndum heimastúlkna. Þar er mikil ábyrgð sett á þeirrar herðar. Ákvörðunin hefur kannski áhrif á gengi liðsins til skamms tíma en ætti að skila sér í enn betri leikstjórnendum Keflavíkurliðsins í framtíðinni. Katla Rún Garðarsdóttir er einn af leikmönnum liðsins sem hefur hæfileikana og hausinn til að hjálpa sínu liði á þessu sviði. Hversu langt síðan að Keflavikurliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 7 ár (2013) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaleik: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Keflavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Keflavíkur í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Lokaúrslit (Silfur) 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Lokaúrslit (Silfur) 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Undanúrslit View this post on Instagram Meistarar meistaranna Mynd: Bára Dröfn-Karfan.is A post shared by Körfuknattleiksdeild Keflavík (@keflavik_karfa) on Sep 30, 2018 at 1:50pm PDT Breytingar á Keflavikurliðinu Komnar: Ólöf Rún Óladóttir frá Grindavík Farnar: Irena Sól Jónsdóttir til Hauka Þóranna Kika Carr-Hodge til Iona Gaels (USA) Eydís Eva Þórisdóttir til Vals Agnes Fjóla Georgsdóttir til Grindavíkur Emelía Ósk Gunnarsdóttir er orðinn ein af reyndari leikmönnum Keflavíkurliðsins.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Emelía Ósk Gunnarsdóttir Emelía Ósk Gunnarsdóttir er var í aðalhlutverki í liði Litlu slátraranna þegar titlarnir unnust fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefur hún verið afar óheppin með meiðsli, sleit krossband og er nú síðast að glíma við eftirmála höfuðhöggs. Þetta á að vera tímabilið þar sem Emelía Ósk skilur krossbandaslitið endanlega eftir í fortíðinni og kemst aftur á flug. Hennar hlutverk er líka að færast frá því að vera ein af þeim reynslulitli í liðinu í að vera í hópi þeirra reynslumeiri. Emelía Ósk er stemmnings leikmaður sem er frábær varnarmaður og getur einnig skorað þegar hún er áræðinn og nýtir sér sína hæfileika. Það er lykilatriði fyrir Keflavíkurkonur að Emelía Ósk Gunnarsdóttir verði í stuði í vetur ætli liðið að halda sér uppi meðal bestu liða deildarinnar.
Hversu langt síðan að Breiðablik ... ... varð Íslandsmeistari: 25 ár (1995) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 25 ár (1995) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslitaleik: Aldrei ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 24 ár (1996) ... komst í lokaúrslit: 25 ár (1995) ... féll úr deildinni: 5 ár (2015) ... kom upp í deildina: 3 ár (2017) Gengi Breiðabliks í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 7. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 B-deild (4. sæti) 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (1. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (5. sæti) Gengi Breiðabliks í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Komst ekki í úrslitakeppni 2017-18 Komst ekki í úrslitakeppni 2016-17 B-deild 2015-16 B-deild 2014-15 Komst ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deild
Breytingar hjá Breiðabliki Komnar: Sóllilja Bjarnadóttir frá KR Jessie Loera frá Gonzaga Farnar: Violet Morrow til FSV Rijeka (Króatía) Paula Tarnachowicz til Spirou (Belgía) Telma Lind Ásgeirsdóttir barneignarleyfi
Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2018) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018)) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaleik: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 2 ár (2018) ... féll úr deildinni: 17 ár (2003) ... kom upp í deildina: 16 ár (2004) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 6. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 7. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 2. sæti í deildinni 2012-13 5. sæti í deildinni 2011-12 4. sæti í deildinni Gengi Hauka í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Ekki í úrslitakeppni 2017-18 Íslandsmeistari 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 Lokaúrslit (Silfur) 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Lokaúrslit (Silfur) 2012-13 Ekki í úrslitakeppni 2011-12 Lokaúrslit (Silfur)
Breytingar á Haukaliðinu Komnar: Irena Sól Jónsdóttir frá Keflavík Bríet Sif Hinriksdóttir frá Grindavík Elísabeth Ýr Ægisdóttir frá Grindavík Alyesha Lovett frá Ástralíu Kristrún Ólafsdóttir frá Þór Ak Farnar: Sigrún Björg Ólafsdóttir til Chattanooga Mocs (USA) Stefanía Ósk Ólafsdóttir til Fjölnis Jenný Geirdal Kjartansdóttir til Grindavíkur Janine Guijt Randi Brown
Hversu langt síðan að Keflavikurliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2017) ... varð deildarmeistari: 7 ár (2013) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaleik: 2 ár (2018) ... komst í bikarúrslitaviku: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 1 ár (2019) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 35 ár (1985) Gengi Keflavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 3. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 2. sæti í deildinni 2015-16 5. sæti í deildinni 2014-15 2. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Gengi Keflavíkur í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Lokaúrslit (Silfur) 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Íslandsmeistari 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Lokaúrslit (Silfur) 2013-14 Undanúrslit 2012-13 Íslandsmeistari 2011-12 Undanúrslit
Breytingar á Keflavikurliðinu Komnar: Ólöf Rún Óladóttir frá Grindavík Farnar: Irena Sól Jónsdóttir til Hauka Þóranna Kika Carr-Hodge til Iona Gaels (USA) Eydís Eva Þórisdóttir til Vals Agnes Fjóla Georgsdóttir til Grindavíkur
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Baráttan um að sleppa við júmbósætið (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í fyrsta leik Domino´s deildar kvenna með því að spá fyrir um lokastöðu í deildinni næsta vor. Í dag skoðum við fallbaráttuna. 21. september 2020 12:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Baráttan um að sleppa við júmbósætið (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í fyrsta leik Domino´s deildar kvenna með því að spá fyrir um lokastöðu í deildinni næsta vor. Í dag skoðum við fallbaráttuna. 21. september 2020 12:01
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum