Sænskur sérfræðingur segir að dómarinn hafi tekið löglegt mark af Íslendingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2020 08:31 Ivana Martincic dæmir mark Söru Bjarkar Gunnarsdóttur af. vísir/vilhelm Meira að segja Svíar voru á því að markið sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks í 1-1 jafntefli Íslands og Svíþjóðar í gær hefði átt að standa. Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks skoraði Sara eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur en Ivana Martincic, dómari leiksins, dæmdi markið af vegna brots Glódísar Perlu Viggósdóttur á Zeciru Musovic, markverði Svía. Umdeildur dómur í meira lagi. Staðan er 0-1 í hálfleik. Íslenska liðið jafnaði metin á 42. mínútu leiksins en dómari leiksins ákvað á einhvern óskiljanlegan hátt að dæma aukaspyrnu hér! Óskiljanleg ákvörðun pic.twitter.com/NsziNQFJ3r— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 22, 2020 Daniel Nannskog, sérfræðingur SVT, sagði að mark Söru hefði verið löglegt og Musovic, sem lék sinn fyrsta landsleik í gær, hafi sloppið með skrekkinn. „Við erum mjög heppin að staðan sé 1-0. Mér finnst þetta ekki nóg til að fá aukaspyrnu. Musovic þarf að vera miklu sterkari og kýla þennan bolta burt,“ sagði Nannskog þegar hann fór yfir atvikið í útsendingu SVT frá leiknum á Laugardalsvelli. „Ef ég væri Íslendingur væri ég bandbrjálaður því dómarinn tók af þeim algjörlega löglegt mark,“ bætti Nannskog við. Íslendingar létu ekki þetta mótlæti á sig fá og jöfnuðu eftir klukkutíma með marki Elínar Mettu Jensen. Hún var svo nálægt því tryggja Íslandi sigur á 78. mínútu þegar skot hennar fór í slána á marki Svíþjóðar. Ísland og Svíþjóð eru bæði með þrettán stig í F-riðli undankeppni EM 2022. Þau mætast öðru sinni í Gautaborg 27. október. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Gerhardsson: Þurfum að sjá hvers virði þetta stig verður Peter Gerhardsson þjálfari sagði ýmislegt sem sænska liðið hefði getað gert betur í leiknum gegn Íslandi í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 22. september 2020 20:50 Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44 Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. 22. september 2020 20:14 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Meira að segja Svíar voru á því að markið sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks í 1-1 jafntefli Íslands og Svíþjóðar í gær hefði átt að standa. Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks skoraði Sara eftir hornspyrnu Hallberu Gísladóttur en Ivana Martincic, dómari leiksins, dæmdi markið af vegna brots Glódísar Perlu Viggósdóttur á Zeciru Musovic, markverði Svía. Umdeildur dómur í meira lagi. Staðan er 0-1 í hálfleik. Íslenska liðið jafnaði metin á 42. mínútu leiksins en dómari leiksins ákvað á einhvern óskiljanlegan hátt að dæma aukaspyrnu hér! Óskiljanleg ákvörðun pic.twitter.com/NsziNQFJ3r— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 22, 2020 Daniel Nannskog, sérfræðingur SVT, sagði að mark Söru hefði verið löglegt og Musovic, sem lék sinn fyrsta landsleik í gær, hafi sloppið með skrekkinn. „Við erum mjög heppin að staðan sé 1-0. Mér finnst þetta ekki nóg til að fá aukaspyrnu. Musovic þarf að vera miklu sterkari og kýla þennan bolta burt,“ sagði Nannskog þegar hann fór yfir atvikið í útsendingu SVT frá leiknum á Laugardalsvelli. „Ef ég væri Íslendingur væri ég bandbrjálaður því dómarinn tók af þeim algjörlega löglegt mark,“ bætti Nannskog við. Íslendingar létu ekki þetta mótlæti á sig fá og jöfnuðu eftir klukkutíma með marki Elínar Mettu Jensen. Hún var svo nálægt því tryggja Íslandi sigur á 78. mínútu þegar skot hennar fór í slána á marki Svíþjóðar. Ísland og Svíþjóð eru bæði með þrettán stig í F-riðli undankeppni EM 2022. Þau mætast öðru sinni í Gautaborg 27. október.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Gerhardsson: Þurfum að sjá hvers virði þetta stig verður Peter Gerhardsson þjálfari sagði ýmislegt sem sænska liðið hefði getað gert betur í leiknum gegn Íslandi í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 22. september 2020 20:50 Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44 Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42 Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. 22. september 2020 20:14 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Gerhardsson: Þurfum að sjá hvers virði þetta stig verður Peter Gerhardsson þjálfari sagði ýmislegt sem sænska liðið hefði getað gert betur í leiknum gegn Íslandi í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 22. september 2020 20:50
Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. 22. september 2020 20:44
Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 20:42
Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16
Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks. 22. september 2020 20:14
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47