Innlent

Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst leiða Viðreisn áfram.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst leiða Viðreisn áfram. Vísir/Vilhelm

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins.

Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar.

Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn.

Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns

Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. 

Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum.

Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn.

Til formanns Viðreisnar:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Til stjórnar:

Andrés Pétursson

Axel Sigurðsson

Benedikt Jóhannesson

Elín Anna Gísladóttir

Jasmina Vajzovic Crnac

Karl Pétur Jónsson

Konrad H Olavsson

Sigrún Jónsdóttir

Sonja Jónsdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Til formennsku í atvinnumálanefnd:

Jarþrúður Ásmundsdóttir

Thomas Möller

Til formennsku í efnahagsnefnd:

Gunnar Karl Guðmundsson

Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd:

Ólafur Guðbjörn Skúlason

Til formennsku í innanríkisnefnd:

Geir Finnsson

Til formennsku í jafnréttisnefnd:

Oddný Arnarsdóttir

Til formennsku í mennta- og menningarnefnd:

Hildur Betty Kristjánsdóttir

Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd:

Jón Þorvaldsson

Til formennsku í utanríkisnefnd:

Benedikt Kristjánsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×