Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2020 12:19 Neytendastofa hefur áður varað við starfsháttum Almennrar innheimtu. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. Segir í tilkynningu frá samtökunum að margir hafi haft samband við samtökin og kvartað, en í ljós hafi komið að einungis sé verið að bjóða afslátt af einni kröfu en ekki heildarskuldinni. „Um er að ræða staðlaðan texta þar sem lántakendum er boðið að greiða upp heildarskuld með eingreiðslu undir formerkjum „eingreiðslutilboðs“. Í textanum kemur jafnframt fram að allur áfallinn kostnaður tengdur skuldinni falli niður.“ Halda að um endanlegt uppgjör sé að ræða Neytendasamtökin segja að allir þeir sem hafi leitað til þeirra vegna þessa hafi allir lagt þann skilning í tilboðið að um sé að ræða endanlegt uppgjör á öllum útistandandi kröfum, enda sérstaklega kveðið á um fjárhæð „heildarskuldarinnar“. Ekki komi fram neinar upplýsingar um kröfunúmer í textanum. „Í öllum málunum sem samtökunum hefur borist tengdum „eingreiðslutilboðinu“ hafa útistandandi kröfur verið fleiri en ein. Heildarfjárhæð allra útistandandi krafna er þar með mun hærri en sem nemur þeirri fjárhæð sem kemur fram í tilboðinu. Lántakendur eru því flestir undir því yfirskini að um kostaboð sé að ræða þar sem dágóður afsláttur yrði veittur gegn uppgreiðslu krafnanna. Svona hljóða skilaboðin frá Almennri innheimtu: „Góðan dag Við höfum til innheimtu skuld frá kröfuhafanum Ecommerce2020 ApS, sem við viljum bjóða þér að klára fyrir fullt og allt. Okkur langar að koma til móts við þig og fella niður allan áfallinn kostnað á skuldinni. Heildarskuldin í dag er X þar af er höfuðstóllinn Y. Við viljum bjóða þér að klára málið með eingreiðslu að upphæð Y. Við sýnum því skilning að þú getir kannski ekki greitt upphæðina strax og því getum við sent þér greiðsluhlekk sem þú getur greitt um mánaðarmótin eða samkvæmt samkomulagi.“ Villandi orðalag að mati Neytendasamtakanna Í tilkynningunni frá Neytendasamtökunum, sem hafa áður gagnrýnt starfsemi innheimtufyrirtækisins, segir að orðalag „eingreiðslutilboðsins“ sé að hennar mati afar villandi þar sem auðveldlega megi misskilja orðalag um heildarskuld sem allar útistandandi kröfur. „Þar sem Neytendasamtökin hafa séð mörg dæmi um að Almenn innheimta innheimti ólögmæt lán, og hafi þar að auki sett himinháan innheimtukostnað ofan á slíkar kröfur, vara þau fólk við að taka tilboðinu nema ljóst sé að viðkomandi skuldi raunverulega höfuðstól lánanna. Því miður er ekkert opinbert eftirlit með fyrirtækinu sem virðist geta hagað sér að vild og hefur þar af leiðandi verið mikilvægur hlekkur í því smálánabraski sem fengist hefur að viðgangast hér á landi og reynst mörgum dýrkeypt.“ Ekki hefur náðst í eiganda Almennrar innheimtu, Gísli Kr. Björnsson lögmann, í morgun. Smálán Neytendur Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. Segir í tilkynningu frá samtökunum að margir hafi haft samband við samtökin og kvartað, en í ljós hafi komið að einungis sé verið að bjóða afslátt af einni kröfu en ekki heildarskuldinni. „Um er að ræða staðlaðan texta þar sem lántakendum er boðið að greiða upp heildarskuld með eingreiðslu undir formerkjum „eingreiðslutilboðs“. Í textanum kemur jafnframt fram að allur áfallinn kostnaður tengdur skuldinni falli niður.“ Halda að um endanlegt uppgjör sé að ræða Neytendasamtökin segja að allir þeir sem hafi leitað til þeirra vegna þessa hafi allir lagt þann skilning í tilboðið að um sé að ræða endanlegt uppgjör á öllum útistandandi kröfum, enda sérstaklega kveðið á um fjárhæð „heildarskuldarinnar“. Ekki komi fram neinar upplýsingar um kröfunúmer í textanum. „Í öllum málunum sem samtökunum hefur borist tengdum „eingreiðslutilboðinu“ hafa útistandandi kröfur verið fleiri en ein. Heildarfjárhæð allra útistandandi krafna er þar með mun hærri en sem nemur þeirri fjárhæð sem kemur fram í tilboðinu. Lántakendur eru því flestir undir því yfirskini að um kostaboð sé að ræða þar sem dágóður afsláttur yrði veittur gegn uppgreiðslu krafnanna. Svona hljóða skilaboðin frá Almennri innheimtu: „Góðan dag Við höfum til innheimtu skuld frá kröfuhafanum Ecommerce2020 ApS, sem við viljum bjóða þér að klára fyrir fullt og allt. Okkur langar að koma til móts við þig og fella niður allan áfallinn kostnað á skuldinni. Heildarskuldin í dag er X þar af er höfuðstóllinn Y. Við viljum bjóða þér að klára málið með eingreiðslu að upphæð Y. Við sýnum því skilning að þú getir kannski ekki greitt upphæðina strax og því getum við sent þér greiðsluhlekk sem þú getur greitt um mánaðarmótin eða samkvæmt samkomulagi.“ Villandi orðalag að mati Neytendasamtakanna Í tilkynningunni frá Neytendasamtökunum, sem hafa áður gagnrýnt starfsemi innheimtufyrirtækisins, segir að orðalag „eingreiðslutilboðsins“ sé að hennar mati afar villandi þar sem auðveldlega megi misskilja orðalag um heildarskuld sem allar útistandandi kröfur. „Þar sem Neytendasamtökin hafa séð mörg dæmi um að Almenn innheimta innheimti ólögmæt lán, og hafi þar að auki sett himinháan innheimtukostnað ofan á slíkar kröfur, vara þau fólk við að taka tilboðinu nema ljóst sé að viðkomandi skuldi raunverulega höfuðstól lánanna. Því miður er ekkert opinbert eftirlit með fyrirtækinu sem virðist geta hagað sér að vild og hefur þar af leiðandi verið mikilvægur hlekkur í því smálánabraski sem fengist hefur að viðgangast hér á landi og reynst mörgum dýrkeypt.“ Ekki hefur náðst í eiganda Almennrar innheimtu, Gísli Kr. Björnsson lögmann, í morgun.
„Góðan dag Við höfum til innheimtu skuld frá kröfuhafanum Ecommerce2020 ApS, sem við viljum bjóða þér að klára fyrir fullt og allt. Okkur langar að koma til móts við þig og fella niður allan áfallinn kostnað á skuldinni. Heildarskuldin í dag er X þar af er höfuðstóllinn Y. Við viljum bjóða þér að klára málið með eingreiðslu að upphæð Y. Við sýnum því skilning að þú getir kannski ekki greitt upphæðina strax og því getum við sent þér greiðsluhlekk sem þú getur greitt um mánaðarmótin eða samkvæmt samkomulagi.“
Smálán Neytendur Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira