Nýliðarnir byrjuðu frábærlega og Blikakonur unnu meistaraefnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:00 Keira Breeanne Robinson hitti ekki úr skoti utan af velli en leiddi samt Skallagrímsliðið til sigurs á Ásvöllum í gær með því að komast sjö sinnum á vítalínuna og taka 13 fráköst. Vísir/Vilhelm Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit