Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. september 2020 20:00 Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að Viðreisn hafi í upphafi faraldursins boðið stjórnvöldum upp á samvinnu við lausn mála en þau hefðu hafnað því boði. Nauðsynlegt hefði verið að grípa strax til mun víðtækari aðgerða. Í kosningum eftir ár hefðu kjósendur aðeins val um tvo kosti. „Annar kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem vilja framlengja ríkisstjórn kyrrstöðu og sérhagsmuna. Hinn kosturinn er að gefa þeim flokkum umboð, sem þora að taka stór skref til að brjóta núverandi stjórnarmynstur upp og mynda ríkisstjórn fyrir fjöldann, þar sem miðja stjórnmálanna verður kjölfestan og frjálslyndið þráðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín. Ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki haft efnahagslegt plan Þorgerður segir að kosningabaráttan fyrir kosningarnar að ári sé í raun hafin með þessu þingi Viðreisnar. „Já, það má í rauninni segja það og við erum að draga fram mjög skýra valkosti, annars vegar ríkisstjórn kyrrstöðu, ákveðinnar stöðnunar, og ríkisstjórn sem mun standa fyrir því að taka almannahagsmunina inn í framtíðina og skilja sérhagsmunina eftir,“ sagði Þorgerður Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er ljóst að ríkisstjórnin, þegar hún kynnir sóttvarnaaðgerðir, þá var ekki til efnahagslegt plan. Aðgerðirnar sem áttu að fylgja með sóttvarnaaðgerðunum þær bera ekki þess merki að þau séu að taka stór skref strax. Þess vegna erum við með hér með landsþing hér sem segir: Tökum stór skref strax. Til þess að taka utan um fólkið, fyrirtækin, fjölskyldurnar. Veita fólkinu von í þessu tímabundna ástandi sem við erum í núna,“ sagði Þorgerður. Hún segir að stóru skrefin sem hún myndi taka yrði Viðreisn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar vera að horfa inn í framtíðina, tala fyrir nýjum gjaldmiðli, tala fyrir auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtækin og tala fyrir meiri mennsku og mannúð innan ríkisstjórnar. „Fyrst og fremst verður frjálslyndið þá þráðurinn og miðjan kjölfestan og þá verður framtíðinni borgið,“ sagði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12 Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15 Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. 25. september 2020 17:12
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30. 25. september 2020 15:15
Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. 23. september 2020 21:00