Lítur á hvern nýjan dag sem gjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2020 19:38 Séra Karl Sigurbjörnsson segir trúna styrk í hörmungum á borð vði kórónuveiruna. „Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
„Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðkirkjan Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira