Hoffenheim gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 sigur á Bayern Munchen er liðin mættust í 2. umferð þýska boltans.
Bayern vann Ofurbikarinn fyrr í vikunni en eftir framlengingu höfðu þeir betur gegn Evrópudeildarmeisturunum í Sevilla.
Ermin Bicakcic kom Hoffenheim yfir á 16. mínútu og Munas Dabbur tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Joshua Kimmich minnkaði muninn í 2-1 á 36. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Andrej Kramaric bætti hins vegar við tveimur Hoffenheim mörkum í síðari hálfleik og lokatölur 4-1.
Bayern er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en Hoffenheim hefur unnið tvo fyrstu leiki sína.
What a feeling #TSGFCB pic.twitter.com/7H24UuY7DQ
— TSG Hoffenheim EN (@tsghoffenheimEN) September 27, 2020