Sádar hafa tilkynnt að fundur G20-ríkjanna verði haldinn í gegn um fjarfundabúnað 21. til 22. nóvember. Sádar eru nú með formennsku í G20 og stóð til þangað til nú að halda fundinn í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu.
Á fundinum verður einblínt á það að vernda líf og koma vexti í samt lag með því að einblína á áhrif kórónuveirufaraldursins og þá vankanta sem hann leiddi í ljós. Þá er tilgangur fundarins að stuðla að betri framtíð að því er yfirvöld Sádi-Arabíu sögðu í yfirlýsingu í dag.