Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Rætt verður við forsætisráðherra, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forseta ASÍ um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um mál þrjátíu Rúmena sem hafa óskað eftir aðstoð Evrópuþingsins vegna óréttis sem þeir segjast hafa verið beittir af starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Staðan verður tekin á kórónuveirufaraldrinum og við verðum í beinni útsendingu frá nýju farsóttarhúsi sem var verið að taka í notkun.

Í fréttatímanum skoðum við einnig ný smáhýsi fyrir heimilislaust fólk og hittum bréfdúfuna Járnfrúna sem er Íslandsmeistari í keppnisflugi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×