Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 21:01 Ponta sótthreinsuð fyrir kappræðurnar í nótt. AP/Patrick Semansky Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu mætast í kappræðum í beinni útsendingu í nótt. Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. Níu af hverjum tíu sem segjast ætla að kjósa Trump, telja að hann muni standa sig betur. Um það bil sama hlutfall kjósenda Biden eru sannfærð um að hann muni standa sig betur, samkvæmt könnun Politico. Í greiningu miðilsins segir berum orðum að kappræður skipti ekki máli. Kannanir og sagan sýni það vel. Kannanirnar sýna að það eru mjög fáir óákveðnir kjósendur eftir í Bandaríkjunum. Heilt yfir hefur fylgi þeirra Trump og Biden lítið hreyfst. Þá eru mun færri óákveðnir en áður og kannski sérstaklega 2016. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Eins og kosningakerfi Bandaríkjanna er sett upp, geta þó tiltekið fá atkvæði í sérstökum ríkjum skipt miklu máli og vonast frambjóðendurnir til að fá stuðning þeirra fáu óákveðnu sem eftir eru. Horfa til að styðja sinn mann Fréttamenn NBC eru ekki jafn sannfærðir og kollegar sínir hjá Politico um gagnsleysi kappræðna. Vísa þeir sérstaklega til þess að gengi frambjóðenda gæti haft góð eða slæm áhrif á kjörsókn. Þeir vísa þó til lítils annars. „Forsetakappræður skipta minna máli en fólk heldur. Kjósendur horfa ekki til að komast að niðurstöðu um hvern þeir ætla að kjósa. Þeir horfa til að styðja þann sem þeir styðja,“ sagði prófessor í stjórnmálafræði við NBC. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja þar að auki að kappræðurnar í kvöld gætu mögulega verið síðasta tækifæri Trump til að ná tökum á kosningabaráttunni, eins og hann gerði árið 2016. Þá stýrði hann umræðunni að miklu leyti en þetta árið hefur hann alls ekki náð á flug. Árásir Trump á Biden hafa að mestu leyti misst marks og bandamenn Trump hafa margir hverjir lýst því yfir í einrúmi að þeir séu ósáttir við það hvernig Trump hafi haldið á kosningabaráttunni. Hingað til hafi baráttan snúist um lítið annað en Trump sjálfan og hvernig hann hefur staðið sig í starfi. Þeir segja forsetanum hafa mistekist að beina athyglinni nægjanlega að Biden. Hann gæti fengið tækifæri til þess í nótt. Biden fær á hinn bóginn tækifæra til að lumbra á Trump með mörgum umdeildum málum sem að honum snúa. Þar á meðal þess að fleiri en 200 þúsund hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og nýlegra upplýsinga um viðskiptaveldi forsetans. Hægt verður að fylgjast með kappræðunum hér. Þær hefjast klukkan eitt í nótt, að íslenskum tíma. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu mætast í kappræðum í beinni útsendingu í nótt. Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. Níu af hverjum tíu sem segjast ætla að kjósa Trump, telja að hann muni standa sig betur. Um það bil sama hlutfall kjósenda Biden eru sannfærð um að hann muni standa sig betur, samkvæmt könnun Politico. Í greiningu miðilsins segir berum orðum að kappræður skipti ekki máli. Kannanir og sagan sýni það vel. Kannanirnar sýna að það eru mjög fáir óákveðnir kjósendur eftir í Bandaríkjunum. Heilt yfir hefur fylgi þeirra Trump og Biden lítið hreyfst. Þá eru mun færri óákveðnir en áður og kannski sérstaklega 2016. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Eins og kosningakerfi Bandaríkjanna er sett upp, geta þó tiltekið fá atkvæði í sérstökum ríkjum skipt miklu máli og vonast frambjóðendurnir til að fá stuðning þeirra fáu óákveðnu sem eftir eru. Horfa til að styðja sinn mann Fréttamenn NBC eru ekki jafn sannfærðir og kollegar sínir hjá Politico um gagnsleysi kappræðna. Vísa þeir sérstaklega til þess að gengi frambjóðenda gæti haft góð eða slæm áhrif á kjörsókn. Þeir vísa þó til lítils annars. „Forsetakappræður skipta minna máli en fólk heldur. Kjósendur horfa ekki til að komast að niðurstöðu um hvern þeir ætla að kjósa. Þeir horfa til að styðja þann sem þeir styðja,“ sagði prófessor í stjórnmálafræði við NBC. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja þar að auki að kappræðurnar í kvöld gætu mögulega verið síðasta tækifæri Trump til að ná tökum á kosningabaráttunni, eins og hann gerði árið 2016. Þá stýrði hann umræðunni að miklu leyti en þetta árið hefur hann alls ekki náð á flug. Árásir Trump á Biden hafa að mestu leyti misst marks og bandamenn Trump hafa margir hverjir lýst því yfir í einrúmi að þeir séu ósáttir við það hvernig Trump hafi haldið á kosningabaráttunni. Hingað til hafi baráttan snúist um lítið annað en Trump sjálfan og hvernig hann hefur staðið sig í starfi. Þeir segja forsetanum hafa mistekist að beina athyglinni nægjanlega að Biden. Hann gæti fengið tækifæri til þess í nótt. Biden fær á hinn bóginn tækifæra til að lumbra á Trump með mörgum umdeildum málum sem að honum snúa. Þar á meðal þess að fleiri en 200 þúsund hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og nýlegra upplýsinga um viðskiptaveldi forsetans. Hægt verður að fylgjast með kappræðunum hér. Þær hefjast klukkan eitt í nótt, að íslenskum tíma.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær. 24. september 2020 16:14