Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 13:37 Vegafarandi í Mílanó á Ítalíu gengur fram hjá sjónvörpum með myndum af Trump-hjónunum sem nú eru smituð af kórónuveirunni. Fréttin hefur farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina í dag. AP/Luca Bruno Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump forseta, fann fyrir einkennum þegar hún ferðaðist með honum á kosningafund í Minnesota á miðvikudag. Sýni sem var tekið úr henni að morgni miðvikudags reyndist neikvætt en hún greindist svo jákvæð síðar um daginn. Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir að Hvíta húsið hafi vitað af því þegar á miðvikudagskvöld. .@cbsnews has learned Hope Hicks tested negative for COVID-19 Wednesday morning, so she boarded AF1. She developed symptoms during the day and received a second test, which came back positive. The White House knew about this Wed evening but Trump still had a fundraiser Thursday.— Weijia Jiang (@weijia) October 2, 2020 CNN-fréttastöðin segir að hópur embættismanna í Hvíta húsinu hafi vitað af því að Hicks væri smituð á fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir það ferðaðist Trump forseti, sem hafði þá verið útsettur fyrir smiti, til New Jersey þar sem hann tók þátt í fjáröflunarfundi fyrir framboð sitt. Að sögn Washington Post var Trump í návígi við tugi manns á viðburðinum. Forsetinn var ekki með grímu. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt einnig blaðamannafund í Hvíta húsinu í gær. Hún var ekki með grímu og minntist ekki á að Hicks hefði greinst smituð. New York Times segir að Hvíta húsið hafi vonast til þess að fréttir af því að Hicks væri smituð spyrðust ekki út. Þær vonir hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu þegar sýni úr forsetahjónunum greindist jákvætt seint í gærkvöldi. Mike Pence, varaforseti, greindi frá því í dag að sýni sem var tekið úr honum og eiginkonu hans Karen hefðu reynst neikvæð. Framboð Joe Biden, sem deildi sviði með Trump í kappræðum á þriðjudagskvöld, hefur ekki tjáð sig um hvort frambjóðandi demókrata hafi farið í sýnatöku. Trump er nú sagður með „mild kvefeinkenni“, að sögn New York Times. Hann er sagður ætla að vinna heima í sóttkví á meðan hann jafnar sig. Fjöldi ættmenna hans og nánustu ráðgjafa sem voru í nánu samneyti við hann í vikunni og var ekki með grímu gæti þó hafa verið útsettur fyrir smiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi Trump forseta, fann fyrir einkennum þegar hún ferðaðist með honum á kosningafund í Minnesota á miðvikudag. Sýni sem var tekið úr henni að morgni miðvikudags reyndist neikvætt en hún greindist svo jákvæð síðar um daginn. Fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar segir að Hvíta húsið hafi vitað af því þegar á miðvikudagskvöld. .@cbsnews has learned Hope Hicks tested negative for COVID-19 Wednesday morning, so she boarded AF1. She developed symptoms during the day and received a second test, which came back positive. The White House knew about this Wed evening but Trump still had a fundraiser Thursday.— Weijia Jiang (@weijia) October 2, 2020 CNN-fréttastöðin segir að hópur embættismanna í Hvíta húsinu hafi vitað af því að Hicks væri smituð á fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir það ferðaðist Trump forseti, sem hafði þá verið útsettur fyrir smiti, til New Jersey þar sem hann tók þátt í fjáröflunarfundi fyrir framboð sitt. Að sögn Washington Post var Trump í návígi við tugi manns á viðburðinum. Forsetinn var ekki með grímu. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt einnig blaðamannafund í Hvíta húsinu í gær. Hún var ekki með grímu og minntist ekki á að Hicks hefði greinst smituð. New York Times segir að Hvíta húsið hafi vonast til þess að fréttir af því að Hicks væri smituð spyrðust ekki út. Þær vonir hafi gufað upp eins og dögg fyrir sólu þegar sýni úr forsetahjónunum greindist jákvætt seint í gærkvöldi. Mike Pence, varaforseti, greindi frá því í dag að sýni sem var tekið úr honum og eiginkonu hans Karen hefðu reynst neikvæð. Framboð Joe Biden, sem deildi sviði með Trump í kappræðum á þriðjudagskvöld, hefur ekki tjáð sig um hvort frambjóðandi demókrata hafi farið í sýnatöku. Trump er nú sagður með „mild kvefeinkenni“, að sögn New York Times. Hann er sagður ætla að vinna heima í sóttkví á meðan hann jafnar sig. Fjöldi ættmenna hans og nánustu ráðgjafa sem voru í nánu samneyti við hann í vikunni og var ekki með grímu gæti þó hafa verið útsettur fyrir smiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58