Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2020 19:50 Blikar fagna eftir að Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka. vísir/hulda margrét Fátt getur komið í veg fyrir að Breiðablik verði Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í átjánda sinn eftir 0-1 sigur á Val á Origo-vellinum í dag. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu. Með sigrinum komust Blikar á topp Pepsi Max-deildarinnar. Þeir eru með 42 stig, tveimur stigum meira en Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Þá er markatala Breiðabliks miklu betri en markatala Vals. Blikar eru í frábærum málum og að öllu eðlilegu verða þeir Íslandsmeistarar. Leikurinn í dag var jafn og að mestu vel spilaður. Markverðir liðanna, Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir, áttu frábæran leik og ef ekki hefði verið fyrir stórgóða frammistöðu þeirra hefðu mörkin orðið fleiri. Hvorugt liðið tók mikla áhættu í leiknum og það skiljanlega. Jafntefli hefðu verið frábær úrslit fyrir Blika og Valskonur brenndu sig illilega á skyndisóknum Kópavogsliðsins í fyrri leik þeirra. Agla María Albertsdóttir skorar markið sem réði úrslitum.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og Sandra þurfti tvisvar að taka á honum stóra sínum í upphafi leiks. Fyrst varði hún skot Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur og síðan skot Sveindísar Jane Jónsdóttur í slána. Mist Edvardsdóttir var nálægt því að koma Val yfir á 10. mínútu en Kristín Dís Árnadóttir bjargaði skalla hennar á línu. Eftir mjög viðburðarríkan fyrsta stundarfjórðung róaðist leikurinn talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og þau jöfnuðu hvort annað út. Á 40. mínútu varði Sonný Lára skot Mistar af stuttu færi með fætinum. Færið kom eftir fyrirgjöf Hlínar Eiríksdóttur. Skömmu síðar átti hún aðra hættulega sendingu fyrir markið en Sonný handsamaði boltann á elleftu stundu. Staðan var markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var rólegur framan af og liðin virtust bíða eftir að andstæðingurinn tæki af skarið. Á 67. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir dauðafæri en Sandra varði frá henni. Fjórum mínútum síðar var Alexandra nálægt því að skora í eigið mark en Sonný Lára bjargaði. Á 74. mínútu kom svo eina mark leiksins. Rakel Hönnudóttir átti þá fyrirgjöf frá hægri, Alexandra og Elísa Viðarsdóttir fóru upp í skallaeinvígi, boltinn hrökk af þeirri síðarnefndu á Öglu Maríu sem skoraði með skemmtilegu skoti í nærhornið. Eftir markið var ekkert annað í stöðunni fyrir Val en að sækja að öllu afli. Elín Metta Jensen komst í dauðafæri en Alexandra bjargaði og í uppbótartíma varði Sonný Lára svo í tvígang, fyrst frá Hlín og svo frá Bergdísi Fanneyju Einarsdóttur. Sonný Lára kórónaði þar með stórleik sinn og tryggði í raun Blikum stigin þrjú. Ólafur Pétursson og Þorsteinn Halldórsson, þjálfarar Breiðabliks, fagna Sonný Láru Þráinsdóttur, besta manni vallarins.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Eins og áður sagði var leikurinn mjög jafn og lítið bar í milli. Liðin fengu álíka mörg færi en Blikar skoruðu úr einu slíku en Valskonur ekki. Sóknarleikur Breiðabliks hefur verið betri en í dag en varnarleikurinn var að mestu sterkur og Blikar héldu hreinu í þrettánda sinn í fimmtán deildarleikjum í sumar. Hverjar stóðu upp úr? Sonný Lára varði nokkrum sinnum frábærlega og greip allar fyrirgjafir sem komu nálægt marki Breiðabliks. Frábær frammistaða hjá Sonný Láru sem hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í allt sumar. Sandra átti einnig skínandi góðan leik í marki Vals. Miðverðir Breiðabliks, þær Kristín Dís Árnadóttir og Heiðdís Lillýjardóttir, stóðu vaktina vel og á miðjunni voru Alexandra, Rakel og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir afar vinnusamar. Agla María sást ekki mikið en sýndi snilli sína þegar hún skoraði sigurmarkið. Mist, sem skoraði fernu í síðasta leik, var hættulegasti leikmaður Vals í fyrri hálfleik. Hlín átti góða spretti og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir gerðu vel í vörninni. Blikar klappa fyrir stuðningsmönnum sínum eftir leikinn.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Elín Metta hefur leikið betur og hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð gegn Breiðabliki í deild og bikar. Valskonur hefðu kannski getað fært sig framar fyrr í leiknum og reynt að setja Blika undir pressu en voru skiljanlega brenndar eftir fyrri leik liðanna. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á sunnudaginn eftir viku. Valur sækir FH heim á meðan Breiðablik fær Fylki í heimsókn. Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik
Fátt getur komið í veg fyrir að Breiðablik verði Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í átjánda sinn eftir 0-1 sigur á Val á Origo-vellinum í dag. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu. Með sigrinum komust Blikar á topp Pepsi Max-deildarinnar. Þeir eru með 42 stig, tveimur stigum meira en Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Þá er markatala Breiðabliks miklu betri en markatala Vals. Blikar eru í frábærum málum og að öllu eðlilegu verða þeir Íslandsmeistarar. Leikurinn í dag var jafn og að mestu vel spilaður. Markverðir liðanna, Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir, áttu frábæran leik og ef ekki hefði verið fyrir stórgóða frammistöðu þeirra hefðu mörkin orðið fleiri. Hvorugt liðið tók mikla áhættu í leiknum og það skiljanlega. Jafntefli hefðu verið frábær úrslit fyrir Blika og Valskonur brenndu sig illilega á skyndisóknum Kópavogsliðsins í fyrri leik þeirra. Agla María Albertsdóttir skorar markið sem réði úrslitum.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og Sandra þurfti tvisvar að taka á honum stóra sínum í upphafi leiks. Fyrst varði hún skot Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur og síðan skot Sveindísar Jane Jónsdóttur í slána. Mist Edvardsdóttir var nálægt því að koma Val yfir á 10. mínútu en Kristín Dís Árnadóttir bjargaði skalla hennar á línu. Eftir mjög viðburðarríkan fyrsta stundarfjórðung róaðist leikurinn talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og þau jöfnuðu hvort annað út. Á 40. mínútu varði Sonný Lára skot Mistar af stuttu færi með fætinum. Færið kom eftir fyrirgjöf Hlínar Eiríksdóttur. Skömmu síðar átti hún aðra hættulega sendingu fyrir markið en Sonný handsamaði boltann á elleftu stundu. Staðan var markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var rólegur framan af og liðin virtust bíða eftir að andstæðingurinn tæki af skarið. Á 67. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir dauðafæri en Sandra varði frá henni. Fjórum mínútum síðar var Alexandra nálægt því að skora í eigið mark en Sonný Lára bjargaði. Á 74. mínútu kom svo eina mark leiksins. Rakel Hönnudóttir átti þá fyrirgjöf frá hægri, Alexandra og Elísa Viðarsdóttir fóru upp í skallaeinvígi, boltinn hrökk af þeirri síðarnefndu á Öglu Maríu sem skoraði með skemmtilegu skoti í nærhornið. Eftir markið var ekkert annað í stöðunni fyrir Val en að sækja að öllu afli. Elín Metta Jensen komst í dauðafæri en Alexandra bjargaði og í uppbótartíma varði Sonný Lára svo í tvígang, fyrst frá Hlín og svo frá Bergdísi Fanneyju Einarsdóttur. Sonný Lára kórónaði þar með stórleik sinn og tryggði í raun Blikum stigin þrjú. Ólafur Pétursson og Þorsteinn Halldórsson, þjálfarar Breiðabliks, fagna Sonný Láru Þráinsdóttur, besta manni vallarins.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Eins og áður sagði var leikurinn mjög jafn og lítið bar í milli. Liðin fengu álíka mörg færi en Blikar skoruðu úr einu slíku en Valskonur ekki. Sóknarleikur Breiðabliks hefur verið betri en í dag en varnarleikurinn var að mestu sterkur og Blikar héldu hreinu í þrettánda sinn í fimmtán deildarleikjum í sumar. Hverjar stóðu upp úr? Sonný Lára varði nokkrum sinnum frábærlega og greip allar fyrirgjafir sem komu nálægt marki Breiðabliks. Frábær frammistaða hjá Sonný Láru sem hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í allt sumar. Sandra átti einnig skínandi góðan leik í marki Vals. Miðverðir Breiðabliks, þær Kristín Dís Árnadóttir og Heiðdís Lillýjardóttir, stóðu vaktina vel og á miðjunni voru Alexandra, Rakel og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir afar vinnusamar. Agla María sást ekki mikið en sýndi snilli sína þegar hún skoraði sigurmarkið. Mist, sem skoraði fernu í síðasta leik, var hættulegasti leikmaður Vals í fyrri hálfleik. Hlín átti góða spretti og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir gerðu vel í vörninni. Blikar klappa fyrir stuðningsmönnum sínum eftir leikinn.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Elín Metta hefur leikið betur og hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð gegn Breiðabliki í deild og bikar. Valskonur hefðu kannski getað fært sig framar fyrr í leiknum og reynt að setja Blika undir pressu en voru skiljanlega brenndar eftir fyrri leik liðanna. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á sunnudaginn eftir viku. Valur sækir FH heim á meðan Breiðablik fær Fylki í heimsókn.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti