Innlent

Grun­sam­legur maður reyndist eftir­lýstur

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn var vistaður í fangageymslu.
Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Vísir/vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í miðborginni í dag. Í ljós kom að maðurinn sem um ræddi var eftirlýstur vegna fyrri brota. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn vistaður í fangageymslu og verður hann yfirheyrður.

Þá var lögregla kölluð til vegna pars sem sýndi ógnandi hegðun á hóteli. Parinu var vísað út af hótelinu án eftirmála.

Einn ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Viðkomandi reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum en var látinn laus eftir sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×