Innlent

Alltof margir gestir og starfsmenn ekki með grímur

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu en í tilkynningu segir að þau hafi flest verið hefðbundin.
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu en í tilkynningu segir að þau hafi flest verið hefðbundin. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti sóttvarnaeftirliti í gærkvöldi og í nótt og tók út sóttvarnir. Tveir staðir þóttu ekki uppfylla reglur. Á einum veitingastað í miðbænum voru gestir allt of margir og starfsmenn ekki með grímur.

Hinn staðurinn var svo salur í útilegu, þar sem einnig voru allt of margir gestir og öðrum sóttvörnum var ekki framfylgt.

Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu en í tilkynningu segir að þau hafi flest verið hefðbundin.

Talsvert hafi verið um hávaðakvartanir í heimahúsum fram eftir nóttu, eins og síðustu helgar. 


Tengdar fréttir

Samkomur takmarkaðar við 20 manns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns.

Margir í partíum án þess að passa sig

Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×