Sóttvarnalæknir segir rauð flögg á lofti sem benda til að kórónuveirufaraldurinn geti orðið alvarlegur í haust. Hertar aðgerðir taka gildi á miðnætti.
Fjallað verður um stöðu faraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar verður rætt við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans um stöðuna á spítalanum.
Þrír eru þar á gjörgæslu og starfsmaður Barnaspítala Hringsins hefur greinst með veiruna.
Við færum einnig áhorfendum fréttir af forseta Bandaríkjanna sem þurfti á súrefnisgjöf.