Íslenski boltinn

Ágúst farinn til Horsens þar sem hann leikur undir stjórn fyrrverandi samherja föður síns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson er farinn úr Víkingi í víking.
Ágúst Eðvald Hlynsson er farinn úr Víkingi í víking. vísir/hulda margrét

Ágúst Eðvald Hlynsson er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Horsens frá Víkingi sem hann hefur leikið með undanfarin tvö ár.

Ágúst er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Norwich City á Englandi. Hann kom aftur heim í fyrra og fór til Víkings. Ágúst lék alls 46 deildar- og bikarleiki með Víkingum og skoraði átta mörk. Hann varð bikarmeistari með Víkingi í fyrra.

Þess má geta að þjálfari Horsens, Jonas Dal, lék með föður Ágústs, Hlyni Svan Eiríkssyni, hjá Þór á Akureyri árið 2000, árið sem Ágúst fæddist.

Horsens er með eitt stig á botni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn AGF laugardaginn 18. október.

Ágúst lék sinn síðasta leik fyrir Víking þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í Víkinni í Pepsi Max-deild karla í gær.


Tengdar fréttir

Ágúst Eð­vald: Maður hlýtur að hafa gert eitt­hvað rétt

Ágúst Eðvald Hlynsson er á leið til Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst segir það ljóst að hann hafi gert eitthvað rétt í sumar en hefði þó viljað næla í fleiri stig. Víkingur hefur ekki unnið leik síðan 19. júlí eftir 2-2 jafntefli við KA á heimavelli í dag.

Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag

Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×