Reiði vegna ummæla um brottvísunarsvæði: „Hér er verið að ruglast all skelfilega“ Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 20:15 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði úrræði varðandi brottvísun fólks úr landi til skoðunar svo aðilar yrðu ekki týndir inn í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, viðraði í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hugmyndir um að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Sagði Áslaug úrræðin til skoðunar og vísaði í fyrirkomulag erlendis. „Víða í löndunum í kringum okkur er þessu háttað þannig að aðilar eru á ákveðnu svæði eftir að þeir fá til dæmis neitun frá báðum stjórnsýslustigum til að það sé hægt að framkvæma þetta með auðveldari hætti og það gerist þá ekki að aðilar séu týndir inn í samfélaginu, sagði Áslaug og bætti við að lagabreytingu þyrfti til að taka fyrirkomulagið upp. Þessari hugmynd hefur verið mótmælt harðlega úr ýmsum áttum í dag. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa stigið fram og sett sig upp á móti hugmyndinni og spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á hvaða leið við værum þegar umræðan er komin út í hugmyndir um afmörkuð brottvísunarsvæði fyrir fólk og börn á flótta. Sú umræða væri ömurleg. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem sagði sig úr VG, meðal annars út af flóttamannamálum, sagði að vonbrigði sín væru djúpstæð yfir því að verið sé að íhuga svo ómanneskjulegan möguleika. Djúp eru vonbrigðin að það sé verið að íhuga þennan ómanneskjulega möguleika að safna saman á einn stað fólki sem ákveðið hefur verið að vísa burt...Á hvaða vegferð er ríkisstjórn leidd af VG þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda ?https://t.co/9wIUGEBbzX— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) October 5, 2020 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið ötult starf í þágu flóttafólks, sagði að slíkt brottvísunarsvæði væri ekkert annað en fangelsi og spyr hvers vegna verið sé að ræða um barnafangelsi á Íslandi árið 2020. Algengur misskilningur að á Íslandi séu ekki reknar flóttamannabúðir. Það er rangt, þó aðbúnaður sé sem betur fer betri en í tjaldbúðum á meginlandinu. “Brottvísunarsvæðið” sem er til umræðu nú er hins vegar fangelsi. Afhverju erum við að ræða barnafangelsi á Íslandi árið 2020?— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) October 5, 2020 Hún segir umræðuna á Alþingi sýna að við séum þegar komin á hættulegar slóðir. Mörkin færist til þegar hugmyndum á borð við þessa sé varpað fram af fólki í áhrifastöðu. Eitt afkvæmi hræðilegrar stefnu danskra yfirvalda í málaflokknum er Sjælsmark-fangelsið, eða “brottvísunarmiðstöðin” eins og það er kallað af þeim sem vilja fegra fyrirbærið.Mikil barátta hefur verið háð til að loka þessum hryllilega stað og yfirvöld hafa lofað að gera betur— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) October 5, 2020 „HVAR ER VG?“ Ljóst er að tillagan hefur komið illa við marga og hafa margir lýst yfir vonbrigðum og reiði á samfélagsmiðlum. Margir eru undrandi á því að slíkt hafi yfirhöfuð verið nefnt og spyrja hvort þetta sé í umboði Vinstri grænna. „Nákvæmari fyrirsögn: „Dómsmálaráðherra viðrar möguleika á flóttamannabúðum“,“ skrifar Hildur Lilliendahl á Twitter og spyr hvar Vinstri grænir séu í ríkisstjórninni. Nákvæmari fyrirsögn: „Dómsmálaráðherra viðrar möguleika á flóttamannabúðum“ HVERNIG ER ÞETTA TIL UMRÆÐU ÁRIÐ 2020? HVAR ER VG? https://t.co/EHeyQYwRce— Hildur ♀ BLM (@hillldur) October 5, 2020 Sara Dögg Svanhildardóttir, fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar, er undrandi á tillögunni. Vonast hún til þess að kollegar sínir á þinginu ræði við ráðherra. Ha? Ég treysti á mitt fólk að taka ráðherra afsíðis. Hér er verið að ruglast all skelfilega.Áslaug viðrar möguleika á afmörkuðum brottvísunarsvæðum https://t.co/92tfxCDIiP— Sara Dögg (@saradoggsvan73) October 5, 2020 Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi varaformaður Ungra jafnaðarmanna, vísar til aðstæðna á landamærum Bandaríkjanna. 👶 börn➡️ í🚔⛓🔒 búr https://t.co/ZIf5Z449Ot— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) October 5, 2020 Þá hafa fleiri tjáð sig um málið á Twitter og eru vægast sagt ósátt við hugmyndina. @aslaugarna með hliðsjón af því sem er að gerast í Bandaríkjunum og í Danmörku með Lindholm.. finnst þér þetta í alvöru gáfuleg og smekkleg hugmynd? https://t.co/V1PDpYHuXt— LORD PUSSWHIP (@mantisfromdamud) October 5, 2020 Loksins atvinnusköpun. Vonandi verður einvörðungu íslenskt vinnuafl notað til að reisa gaddavírsgirðingarnar og manna varðturnana ... https://t.co/vgeG6wmkAG— Snæbjörn (@artybjorn) October 5, 2020 Gott að fá á hreint að þetta sé í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur https://t.co/PIdqjwsqAU— Teóríubangsi (@Rafauga) October 5, 2020 ~aFmöRKuÐ bRoTtvÍSunArSvÆÐi~Segðu bara flóttamannabúðir Áslaug. Allt í boði ríkisstjórnar Katrínar 🥰🤗 pic.twitter.com/Be3xaomrWe— Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) October 5, 2020 "afmörkuðum brottvísunarsvæðum" er Newspeak. Hún er að tala um flóttamannabúðir.— Erlendur (@erlendur) October 5, 2020 Hafna því að ummælin endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að hugmyndin um slíkt brottvísunarsvæði væri hvorki á þingmálaskrá né í fjárlögum. Sagði hann færslu Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, vera þvætting og „þreytandi tegund af lygum“. Það er alveg sérstaklega þreytandi tegund af lygum þegar fólk sem veit betur heldur fram þvættingi. Það er nýbúið að birta þingmálaskrá sem ég veit að þingmenn lesa gaumgæfilega. Þar er ekkert að finna um svona lagað. Það er ekki stafkrókur í fjárlögunum. Þarna er verið að rugla. pic.twitter.com/CnSvmwoxz8— Kári Gautason (@karigauta) October 5, 2020 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svaraði færslunni og sagði tortryggni fólks skiljanlega. Nú þegar hefði verið reynt að leggja fram „skelfilegt útlendingafrumvarp“ sem ætti að reyna við aftur. „Fólk trúir þessu upp á ríkisstjórn ykkar vegna þess að þið eruð ekki að standa vaktina.“ Á 150. þingi lagði ráðherra fram skelfilegt útlendingafrumvarp sem nú á að reyna aftur (nr. 13 á þingmálaskrá) þannig að því miður, þið eruð búin að vinna ykkur inn tortryggnina. Fólk trúir þessu upp á ríkisstjórn ykkar vegna þess að þið eruð ekki að standa vaktina.2/2— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) October 5, 2020 Þá sagði Kári fólk vera að blása út samsæriskenningu með því að halda því fram að málið væri hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin væri fráleit en það væri „arfavitlaus populismi“ að halda því fram að þetta væri í umboði ríkisstjórnarinnar. Þykir þér það þá ekki óhuggnalegt? Bara fínt mál? það má velta öllu upp þegar þú ert ràðherra?— Gudrun Jona (@gudrunjona) October 5, 2020 Það eru ótal hlutir sem íhaldinu finnst sem ég hef aðra skoðun á. Þetta er eitt af því. Hugmyndin er fráleit. En að blása út samsæriskenningu um að þetta sé stefna ríkisstj KJ er arfavitlaus populismi.— Kári Gautason (@karigauta) October 5, 2020 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi hugmyndina á Facebook-síðu sinni í dag og sagðist aldrei munu samþykkja hana. „Þetta er fráleit hugmynd og ég bendi á að hana er ekki að finna á þingmálaskrá ráðherrans, í ætlunum fjárlaga eða fjármálaáætlunar.“ Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, viðraði í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hugmyndir um að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Sagði Áslaug úrræðin til skoðunar og vísaði í fyrirkomulag erlendis. „Víða í löndunum í kringum okkur er þessu háttað þannig að aðilar eru á ákveðnu svæði eftir að þeir fá til dæmis neitun frá báðum stjórnsýslustigum til að það sé hægt að framkvæma þetta með auðveldari hætti og það gerist þá ekki að aðilar séu týndir inn í samfélaginu, sagði Áslaug og bætti við að lagabreytingu þyrfti til að taka fyrirkomulagið upp. Þessari hugmynd hefur verið mótmælt harðlega úr ýmsum áttum í dag. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa stigið fram og sett sig upp á móti hugmyndinni og spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á hvaða leið við værum þegar umræðan er komin út í hugmyndir um afmörkuð brottvísunarsvæði fyrir fólk og börn á flótta. Sú umræða væri ömurleg. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem sagði sig úr VG, meðal annars út af flóttamannamálum, sagði að vonbrigði sín væru djúpstæð yfir því að verið sé að íhuga svo ómanneskjulegan möguleika. Djúp eru vonbrigðin að það sé verið að íhuga þennan ómanneskjulega möguleika að safna saman á einn stað fólki sem ákveðið hefur verið að vísa burt...Á hvaða vegferð er ríkisstjórn leidd af VG þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda ?https://t.co/9wIUGEBbzX— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) October 5, 2020 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið ötult starf í þágu flóttafólks, sagði að slíkt brottvísunarsvæði væri ekkert annað en fangelsi og spyr hvers vegna verið sé að ræða um barnafangelsi á Íslandi árið 2020. Algengur misskilningur að á Íslandi séu ekki reknar flóttamannabúðir. Það er rangt, þó aðbúnaður sé sem betur fer betri en í tjaldbúðum á meginlandinu. “Brottvísunarsvæðið” sem er til umræðu nú er hins vegar fangelsi. Afhverju erum við að ræða barnafangelsi á Íslandi árið 2020?— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) October 5, 2020 Hún segir umræðuna á Alþingi sýna að við séum þegar komin á hættulegar slóðir. Mörkin færist til þegar hugmyndum á borð við þessa sé varpað fram af fólki í áhrifastöðu. Eitt afkvæmi hræðilegrar stefnu danskra yfirvalda í málaflokknum er Sjælsmark-fangelsið, eða “brottvísunarmiðstöðin” eins og það er kallað af þeim sem vilja fegra fyrirbærið.Mikil barátta hefur verið háð til að loka þessum hryllilega stað og yfirvöld hafa lofað að gera betur— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) October 5, 2020 „HVAR ER VG?“ Ljóst er að tillagan hefur komið illa við marga og hafa margir lýst yfir vonbrigðum og reiði á samfélagsmiðlum. Margir eru undrandi á því að slíkt hafi yfirhöfuð verið nefnt og spyrja hvort þetta sé í umboði Vinstri grænna. „Nákvæmari fyrirsögn: „Dómsmálaráðherra viðrar möguleika á flóttamannabúðum“,“ skrifar Hildur Lilliendahl á Twitter og spyr hvar Vinstri grænir séu í ríkisstjórninni. Nákvæmari fyrirsögn: „Dómsmálaráðherra viðrar möguleika á flóttamannabúðum“ HVERNIG ER ÞETTA TIL UMRÆÐU ÁRIÐ 2020? HVAR ER VG? https://t.co/EHeyQYwRce— Hildur ♀ BLM (@hillldur) October 5, 2020 Sara Dögg Svanhildardóttir, fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar, er undrandi á tillögunni. Vonast hún til þess að kollegar sínir á þinginu ræði við ráðherra. Ha? Ég treysti á mitt fólk að taka ráðherra afsíðis. Hér er verið að ruglast all skelfilega.Áslaug viðrar möguleika á afmörkuðum brottvísunarsvæðum https://t.co/92tfxCDIiP— Sara Dögg (@saradoggsvan73) October 5, 2020 Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi varaformaður Ungra jafnaðarmanna, vísar til aðstæðna á landamærum Bandaríkjanna. 👶 börn➡️ í🚔⛓🔒 búr https://t.co/ZIf5Z449Ot— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) October 5, 2020 Þá hafa fleiri tjáð sig um málið á Twitter og eru vægast sagt ósátt við hugmyndina. @aslaugarna með hliðsjón af því sem er að gerast í Bandaríkjunum og í Danmörku með Lindholm.. finnst þér þetta í alvöru gáfuleg og smekkleg hugmynd? https://t.co/V1PDpYHuXt— LORD PUSSWHIP (@mantisfromdamud) October 5, 2020 Loksins atvinnusköpun. Vonandi verður einvörðungu íslenskt vinnuafl notað til að reisa gaddavírsgirðingarnar og manna varðturnana ... https://t.co/vgeG6wmkAG— Snæbjörn (@artybjorn) October 5, 2020 Gott að fá á hreint að þetta sé í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur https://t.co/PIdqjwsqAU— Teóríubangsi (@Rafauga) October 5, 2020 ~aFmöRKuÐ bRoTtvÍSunArSvÆÐi~Segðu bara flóttamannabúðir Áslaug. Allt í boði ríkisstjórnar Katrínar 🥰🤗 pic.twitter.com/Be3xaomrWe— Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) October 5, 2020 "afmörkuðum brottvísunarsvæðum" er Newspeak. Hún er að tala um flóttamannabúðir.— Erlendur (@erlendur) October 5, 2020 Hafna því að ummælin endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að hugmyndin um slíkt brottvísunarsvæði væri hvorki á þingmálaskrá né í fjárlögum. Sagði hann færslu Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, vera þvætting og „þreytandi tegund af lygum“. Það er alveg sérstaklega þreytandi tegund af lygum þegar fólk sem veit betur heldur fram þvættingi. Það er nýbúið að birta þingmálaskrá sem ég veit að þingmenn lesa gaumgæfilega. Þar er ekkert að finna um svona lagað. Það er ekki stafkrókur í fjárlögunum. Þarna er verið að rugla. pic.twitter.com/CnSvmwoxz8— Kári Gautason (@karigauta) October 5, 2020 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svaraði færslunni og sagði tortryggni fólks skiljanlega. Nú þegar hefði verið reynt að leggja fram „skelfilegt útlendingafrumvarp“ sem ætti að reyna við aftur. „Fólk trúir þessu upp á ríkisstjórn ykkar vegna þess að þið eruð ekki að standa vaktina.“ Á 150. þingi lagði ráðherra fram skelfilegt útlendingafrumvarp sem nú á að reyna aftur (nr. 13 á þingmálaskrá) þannig að því miður, þið eruð búin að vinna ykkur inn tortryggnina. Fólk trúir þessu upp á ríkisstjórn ykkar vegna þess að þið eruð ekki að standa vaktina.2/2— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) October 5, 2020 Þá sagði Kári fólk vera að blása út samsæriskenningu með því að halda því fram að málið væri hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin væri fráleit en það væri „arfavitlaus populismi“ að halda því fram að þetta væri í umboði ríkisstjórnarinnar. Þykir þér það þá ekki óhuggnalegt? Bara fínt mál? það má velta öllu upp þegar þú ert ràðherra?— Gudrun Jona (@gudrunjona) October 5, 2020 Það eru ótal hlutir sem íhaldinu finnst sem ég hef aðra skoðun á. Þetta er eitt af því. Hugmyndin er fráleit. En að blása út samsæriskenningu um að þetta sé stefna ríkisstj KJ er arfavitlaus populismi.— Kári Gautason (@karigauta) October 5, 2020 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi hugmyndina á Facebook-síðu sinni í dag og sagðist aldrei munu samþykkja hana. „Þetta er fráleit hugmynd og ég bendi á að hana er ekki að finna á þingmálaskrá ráðherrans, í ætlunum fjárlaga eða fjármálaáætlunar.“
Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira