Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 11:18 Salur Evrópuþingsins í Brussel. Vísir/EPA Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23