Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2020 12:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Ég held að það sé lífsnauðsynlegt að fara í hertar aðgerðir og vildi að okkur hefði borið gæfa til að fara í hertar aðgerðir fyrir tveimur vikum síðan,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður álits vegna frétta af tillögum sóttvarnalæknis um harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem hann hyggst senda ráðherra í dag. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15 í dag. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins fundaði í morgun vegna ástandsins. Er íbúar höfuðborgarsvæðisins hvattir til að halda sig eins mikið heima og þeir geta og öllum ráðlagt frá ferðum til og frá höfuðborgarsvæðisins nema brýna nauðsyn beri til. Hægt er að lesa nánar um tilmælin hér. Staðan á Landspítalanum er orðin mjög slæm og sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að sterklega komi til álita að grípa til enn harðari aðgerða en tóku gildi í gær. Kári segist sáttur við að tökin séu hert á höfuðborgarsvæðinu en telur ákveðna áhættu fólgna í því að undanskilja landsbyggðina. „Þó svo að það hafi verið minna um smit utan höfuðborgarinnar held ég að við séum á það ógnvekjandi stað að kannski sé skynsamlegra að láta þetta gilda um land allt,“ segir Kári. Hann segir tillögurnar skynsamlegar en ekki hafnar yfir gagnrýni. Aðgerðirnar hefðu að hans mati átt að gilda um allt land. Veiran sé búin að dreifa sér víða um höfuðborgarsvæðið. Miðað við hversu mikil umferðin er á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé ekki ólíklegt að smituðum fari fjölgandi úti á landi. „Ég hefði tekið landsbyggðina með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verulegt áhyggjuefni hvað kórónuveiran hafi náð að dreifa sér víða í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa strax til hertari sóttvarnaaðgerða. 6. október 2020 12:06
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19