Veitingahús sem róa lífróður þurfi síst á skattahækkun á halda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2020 14:33 Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hækka álögur á veitinga- og öldurhús sem standa illa vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm „Ljósin á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun þar sem hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á áfengisggjaldi. „Að ganga um miðborg Reykjavíkur, að kvöldi til, er annað en það var.” Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er nú til umfjöllunar á þingi verða krónutölugjöld hækkuð um 2,5% um áramótin. Undir þau falla áfengis- og tóbaksgjöld, bensíngjald og bifreiða- og kílómetragjald. Þorbjörg sagði samhengi þurfa að vera á milli veruleikans og aðgerða stjórnvalda. „Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið fyrir þungu höggi boðar ríkisstjórnin skattahækkun í formi hækkunar áfengisgjalds. Hún er til höfuðs þeim sem minnst þurfa á því að halda. Veitingahús og barir sem róa nú lífróður fá þessa hækkun á sig af hálfu stjórnvalda.” Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.fréttablaðið/ernir Rekstrarvandinn sé augljós og sífellt lengist í erfiðu ástandi. Stjórnvöld eigi því að forðast að bæta við útgjaldahlið fyrirtækja. „Við sjáum að atvinnuleysi á Íslandi hefur vaxið meira en á hinum Norðurlöndunum. Áfallið í ferðaþjónustunni og veitingahúsunum er langtum þyngra hér en þar. Og það er eins og það vanti upp á skilning á því að veitingahúsin eru vitaskuld hluti af þeirri keðju og því höggi sem ferðaþjónustan er að verða fyrir.” Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Skattar og tollar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Ljósin á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,” sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun þar sem hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á áfengisggjaldi. „Að ganga um miðborg Reykjavíkur, að kvöldi til, er annað en það var.” Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er nú til umfjöllunar á þingi verða krónutölugjöld hækkuð um 2,5% um áramótin. Undir þau falla áfengis- og tóbaksgjöld, bensíngjald og bifreiða- og kílómetragjald. Þorbjörg sagði samhengi þurfa að vera á milli veruleikans og aðgerða stjórnvalda. „Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið fyrir þungu höggi boðar ríkisstjórnin skattahækkun í formi hækkunar áfengisgjalds. Hún er til höfuðs þeim sem minnst þurfa á því að halda. Veitingahús og barir sem róa nú lífróður fá þessa hækkun á sig af hálfu stjórnvalda.” Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.fréttablaðið/ernir Rekstrarvandinn sé augljós og sífellt lengist í erfiðu ástandi. Stjórnvöld eigi því að forðast að bæta við útgjaldahlið fyrirtækja. „Við sjáum að atvinnuleysi á Íslandi hefur vaxið meira en á hinum Norðurlöndunum. Áfallið í ferðaþjónustunni og veitingahúsunum er langtum þyngra hér en þar. Og það er eins og það vanti upp á skilning á því að veitingahúsin eru vitaskuld hluti af þeirri keðju og því höggi sem ferðaþjónustan er að verða fyrir.”
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Skattar og tollar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira