Innlent

Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst.
Maðurinn er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Vísir/Egill

Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst.

Lögreglan hvetur íbúa á Tröllaskaga að læsa húsum sínum og vera á varðbergi.

Tvisvar sinnum í gærkvöldi komu húsráðendur að manninum þar sem hann var kominn inn. Honum tókst þó að komast í burtu í bæði skiptin og hefur hann ekki fundist.

Samkvæmt lögreglunni var hann dökkklæddur, með dökka hettu sem huldi andlit hans að mestu.

Tilkynning frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Seint í gærkvöldi bárust tilkynningar til lögreglu í Fjallabyggð um...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Tuesday, 6 October 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×