Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2020 16:05 Frá Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira