Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2020 16:05 Frá Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira