Jafnréttið kælt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. október 2020 16:31 Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Jafnréttismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar