Fótbolti

Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli á dögunum.
Frá leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli á dögunum. Vísir/Hulda Margrét

Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest að leikur Íslands og Rúmeníu á morgun muni fara fram.

Knattspyrnusambands Íslands staðfesti það á heimasíðu sinni í dag að leikir A landsliðs karla í október munu fara fram samkvæmt áætlun.

Íslenska landsliðið spilar þrjá heimaleiki á átta dögum í október. Sá fyrsti er á móti Rúmeníu á morgun í umspili fyrir Evrópumótið næsta sumar en hinir tveir leikirnir eru á móti Belgíu og Danmörku í Þjóðadeildinni.

Í samræmi við tilmæli í nýrri auglýsingu heilbrigðisyfirvalda sér KSÍ sér ekki fært að taka við áhorfendum á Laugardalsvelli og verða allir seldir miðar endurgreiddir.

Undantekningin frá þessu er að í samstarfi við bakhjarla KSÍ verða Tólfunni boðnir 60 miðar á leikina til að tryggja Tólfu-stemmningu á vellinum styðja við íslenska liðið í þessu mikilvæga verkefni.

Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×