Sjallar eru og verða sjallar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. október 2020 10:30 Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingi Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar