„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 17:00 Aron Einar Gunnarsson klappar saman lófum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00