Erlent

Bein út­sending: Hver hlýtur bók­mennta­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Sænska akademían tilkynnir um nýjan handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels klukkan 11 að íslenskum tíma.
Sænska akademían tilkynnir um nýjan handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels klukkan 11 að íslenskum tíma. Getty

Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma.

Á síðasta ári voru veitt tvenn verðlaun í flokknum, fyrir árin 2018 og 2019, þar sem engin verðlaun voru afhent árið 2018 vegna hneykslismálsins sem skók sænsku akademíuna þegar í ljós kom að eiginmaður eins nefndarmeðlims hafði gerst sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. 

Féllu verðlaunin í skaut hinnar pólsku Olga Tokarczuk og hins austurríska Peter Handke.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.

Í vikunni hefur þegar verið tilkynnt um hverjir hljóta Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði. Tilkynnt verður um nýjan handhafa friðarverðlauna Nóbels á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×