Innlent

Aur skríður enn fram í Eyjafirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill aur hefur gengið yfir veginn eftir að skriðan féll í gær.
Mikill aur hefur gengið yfir veginn eftir að skriðan féll í gær. Lögreglan

Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. Hætta er talin vera á staðnum og hafa hús á svæðinu verið rýmd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra.

Þá hefur verið ákveðið að loka Eyjafjarðarbraut vestari frá Sandhólum annars vegar og frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda hins vegar vegna aurs og grjóts sem gengur yfir veginn.

Lögreglumenn frá lögreglunni á Norðurlandi eystra ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og frá Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður í dag. Mikið vatnsrennsli hefur verið í skriðusárinu og er enn. 

Í gær var ákveðið að rýma og tryggja að enginn væri á bæjunum Gilsá 1, Gilsá 2 og sumarbústað við Gilsá 2. Stendur sú ákvörðun áfram. Ekki er útilokað að fleiri skriður geti fallið á svæðinu.


Tengdar fréttir

„Svaka­legar drunur“

Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×